VG og Framsókn þori ekki í hugsjónabaráttu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Að sögn Þorgerðar Katrínar er um risamál að ræða. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira