„Það er einhvern veginn allt í upplausn“ Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 20:24 Eiríkur var í viðtali hjá Eddu Andrésdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fari fyrir útgöngusáttmála Breta í breska þinginu. Málið sé í hershöndum innan þingsins og einna helst í Íhaldsflokknum sjálfum sem mun þurfa að bera málið í gegnum þingið. Engin eining virðist vera innan stjórnarflokkanna varðandi útgöngusáttmálann og óvíst hvernig atkvæðagreiðsla muni fara. Margir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn sáttmálanum og ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki meirihluta á bakvið sig sem stendur ef marka má yfirlýsingar margra þingmanna. „Þá er þetta spurning um hvort einhverjir úr Verkamannaflokknum hugsanlega sitji hjá því valkosturinn er í margra augum algjörlega skelfilegur, að Bretar fari út samningslausir,“ segir Eiríkur sem líkir málinu við marglaga reikningsdæmi sem enga niðurstöðu sé hægt að fá í fyrr en kosið verður um sáttmálann í breska þinginu í desember. Eiríkur segir það þó vera erfitt fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði gegn sáttmálanum þar sem valkosturinn sem blasir þá við er að hans sögn skelfilegur. Það sé því möguleiki að Theresu May gæti tekist að ná sáttmálanum í gegnum þingið. Útganga Breta hefur veruleg áhrif á Ísland Að sögn Eiríks myndi útganga Breta hafa veruleg áhrif á Ísland. Bretar séu einn stærsti viðskiptaaðili Íslendinga innan Evrópusambandsins og það skipti miklu máli hvernig viðskiptasamning Bretar gera við Evrópusambandið. „Við lifum að mörgu leyti enn þann dag í dag á því að selja Bretum fisk,“ segir Eiríkur og bendir á að Bretar séu sú þjóð sem standi Íslendingum hvað næst innan sambandsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á Ísland en við vitum ekkert hvernig það spilast út fyrr en það gerist.“Theresa May „einn þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð“ Framganga Theresu May í málinu hefur vakið athygli en hún hefur reitt marga samflokksmenn sína til reiði með útgöngusáttmálanum. Hörðustu Brexit-sinnar flokksins voru ekki sáttir við skilmála sáttmálans og voru margir sem kölluðu eftir nýju leiðtogavali. Eiríkur segir hana vera einn þrautseigasta leiðtoga sem Bretland hefur átt. „Henni er spáð pólitísku andláti í hverri viku ef svo má segja. Hún hefur komist yfir hverja hindrunina á fætur annarri og með miklu betri hætti en nokkur hefði getað spáð fyrir um. Þetta er einhver þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð,“ segir Eiríkur en ítrekar að stærsta hindrunin sé enn eftir sem er að koma málinu í gegnum breska þingið. Bretland Brexit Stj.mál Tengdar fréttir Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fari fyrir útgöngusáttmála Breta í breska þinginu. Málið sé í hershöndum innan þingsins og einna helst í Íhaldsflokknum sjálfum sem mun þurfa að bera málið í gegnum þingið. Engin eining virðist vera innan stjórnarflokkanna varðandi útgöngusáttmálann og óvíst hvernig atkvæðagreiðsla muni fara. Margir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn sáttmálanum og ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki meirihluta á bakvið sig sem stendur ef marka má yfirlýsingar margra þingmanna. „Þá er þetta spurning um hvort einhverjir úr Verkamannaflokknum hugsanlega sitji hjá því valkosturinn er í margra augum algjörlega skelfilegur, að Bretar fari út samningslausir,“ segir Eiríkur sem líkir málinu við marglaga reikningsdæmi sem enga niðurstöðu sé hægt að fá í fyrr en kosið verður um sáttmálann í breska þinginu í desember. Eiríkur segir það þó vera erfitt fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði gegn sáttmálanum þar sem valkosturinn sem blasir þá við er að hans sögn skelfilegur. Það sé því möguleiki að Theresu May gæti tekist að ná sáttmálanum í gegnum þingið. Útganga Breta hefur veruleg áhrif á Ísland Að sögn Eiríks myndi útganga Breta hafa veruleg áhrif á Ísland. Bretar séu einn stærsti viðskiptaaðili Íslendinga innan Evrópusambandsins og það skipti miklu máli hvernig viðskiptasamning Bretar gera við Evrópusambandið. „Við lifum að mörgu leyti enn þann dag í dag á því að selja Bretum fisk,“ segir Eiríkur og bendir á að Bretar séu sú þjóð sem standi Íslendingum hvað næst innan sambandsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á Ísland en við vitum ekkert hvernig það spilast út fyrr en það gerist.“Theresa May „einn þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð“ Framganga Theresu May í málinu hefur vakið athygli en hún hefur reitt marga samflokksmenn sína til reiði með útgöngusáttmálanum. Hörðustu Brexit-sinnar flokksins voru ekki sáttir við skilmála sáttmálans og voru margir sem kölluðu eftir nýju leiðtogavali. Eiríkur segir hana vera einn þrautseigasta leiðtoga sem Bretland hefur átt. „Henni er spáð pólitísku andláti í hverri viku ef svo má segja. Hún hefur komist yfir hverja hindrunina á fætur annarri og með miklu betri hætti en nokkur hefði getað spáð fyrir um. Þetta er einhver þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð,“ segir Eiríkur en ítrekar að stærsta hindrunin sé enn eftir sem er að koma málinu í gegnum breska þingið.
Bretland Brexit Stj.mál Tengdar fréttir Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52