Fjórir flokkar vilja vísa veiðigjaldafrumvarpi frá Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 12:37 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. vísir/vilhelm Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40