Aðförin að Víkurkirkjugarði Hjörleifur Stefánsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar