Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:59 Trump og Roberts þann 20. janúar 2017 þegar Trump tók við embætti forseta. Það er hlutverk forseta Hæstaréttar að láta forsetann sverja embættiseið. Getty/Alex Wong John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, var harðorður í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump gagnrýndi alríkisdómara í Kaliforníu. Sagði Trump að dómari sem úrskurðaði um að stjórnvöld mættu ekki hafna umsóknum flóttafólks um hæli hefði það komið ólöglega til Bandaríkjanna, væri „Obama dómari.“ Dómarinn sem um ræðir starfar við áfrýjunardómstól í Kaliforníu, sem hefur verið mikið á milli tannanna á Trump, eða 9th circuit. Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump, sem hefur í tíð sinni verið gjarn á að tala gegn dómurum, sérstaklega ef innflytjendastefna hans er talin ólögmæt. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hvergi að finna „Obama dómara, eða Trump dómara, Bush dómara eða Clinton dómara,“ í yfirlýsingu sem hæstiréttur sendi frá sér eftir fyrirspurn frá AP. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hins vegar að finna einstakan hóp duglegra dómara sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu fullnægt og að sjálfstæðir dómstólar væru eitthvað sem allir Bandaríkjamenn mættu þakka fyrir. Sjálfur hefur Roberts verið forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2005. Hann var tilnefndur af George W. Bush og er almennt talinn hluti af íhaldssömum armi dómsins. Ummæli Roberts fóru öfugt ofan í forsetann sem brást við ummælum Roberts á Twitter í dag. Sagði forsetinn að það væri víst að finna „Obama dómara“ í Bandaríkjunum. „Og þeir eru með aðrar skoðanir en fólkið sem tryggir öryggi landsins okkar.“ Sorry Chief Justice John Roberts, but you do indeed have “Obama judges,” and they have a much different point of view than the people who are charged with the safety of our country. It would be great if the 9th Circuit was indeed an “independent judiciary,” but if it is why...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018.....are so many opposing view (on Border and Safety) cases filed there, and why are a vast number of those cases overturned. Please study the numbers, they are shocking. We need protection and security - these rulings are making our country unsafe! Very dangerous and unwise! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018 Sagði hann að það væri frábært ef dómstóllinn í Kaliforníu væri sjálfstæður dómstóll, en gaf því undir fótinn að svo væri ekki vegna fjölda innflytjenda mála sem dómurinn sneri við. „Vinsamlegast kannaðu tölurnar. Þær eru hneykslanlegar. Við þurfum vernd og öryggi, þessir dómar gera landið okkar óöruggt! Mjög hættulegt og óskynsamlegt!“ Washington Post hefur tekið saman dæmi þar sem Trump hefur gagnrýnt ákvarðanir dómstólsins í Kaliforníu og kannað hve mikið af þeim á sér stoðir í raunveruleikanum. Lesa má umfjöllunina hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, var harðorður í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump gagnrýndi alríkisdómara í Kaliforníu. Sagði Trump að dómari sem úrskurðaði um að stjórnvöld mættu ekki hafna umsóknum flóttafólks um hæli hefði það komið ólöglega til Bandaríkjanna, væri „Obama dómari.“ Dómarinn sem um ræðir starfar við áfrýjunardómstól í Kaliforníu, sem hefur verið mikið á milli tannanna á Trump, eða 9th circuit. Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump, sem hefur í tíð sinni verið gjarn á að tala gegn dómurum, sérstaklega ef innflytjendastefna hans er talin ólögmæt. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hvergi að finna „Obama dómara, eða Trump dómara, Bush dómara eða Clinton dómara,“ í yfirlýsingu sem hæstiréttur sendi frá sér eftir fyrirspurn frá AP. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hins vegar að finna einstakan hóp duglegra dómara sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu fullnægt og að sjálfstæðir dómstólar væru eitthvað sem allir Bandaríkjamenn mættu þakka fyrir. Sjálfur hefur Roberts verið forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2005. Hann var tilnefndur af George W. Bush og er almennt talinn hluti af íhaldssömum armi dómsins. Ummæli Roberts fóru öfugt ofan í forsetann sem brást við ummælum Roberts á Twitter í dag. Sagði forsetinn að það væri víst að finna „Obama dómara“ í Bandaríkjunum. „Og þeir eru með aðrar skoðanir en fólkið sem tryggir öryggi landsins okkar.“ Sorry Chief Justice John Roberts, but you do indeed have “Obama judges,” and they have a much different point of view than the people who are charged with the safety of our country. It would be great if the 9th Circuit was indeed an “independent judiciary,” but if it is why...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018.....are so many opposing view (on Border and Safety) cases filed there, and why are a vast number of those cases overturned. Please study the numbers, they are shocking. We need protection and security - these rulings are making our country unsafe! Very dangerous and unwise! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018 Sagði hann að það væri frábært ef dómstóllinn í Kaliforníu væri sjálfstæður dómstóll, en gaf því undir fótinn að svo væri ekki vegna fjölda innflytjenda mála sem dómurinn sneri við. „Vinsamlegast kannaðu tölurnar. Þær eru hneykslanlegar. Við þurfum vernd og öryggi, þessir dómar gera landið okkar óöruggt! Mjög hættulegt og óskynsamlegt!“ Washington Post hefur tekið saman dæmi þar sem Trump hefur gagnrýnt ákvarðanir dómstólsins í Kaliforníu og kannað hve mikið af þeim á sér stoðir í raunveruleikanum. Lesa má umfjöllunina hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira