Samhengi í bók Birgittu Hallgrímur Óskarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:23 Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar og fékk Vísir leyfi til endurbirtingar Nú er mikið kvartað yfir því að hin geðþekka Birgitta Haukdal hafi ritað á einum stað starfsheitið „hjúkrunarkona“ í stað þess að nota „hjúkrunarfræðingur“. Það er auðvitað gott að minna á rétta útgáfu starfsheita og að notkun orða feli ekki í sér kynjahalla. En á síðustu misserum og árum hafa komið út bækur, tímarit og dagblöð þar sem orðið „hjúkrunarkona“ hefur verið notað ítrekað án þess að nokkur hafi fundið að. Dæmi eru í Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar en engin umræða eða gagnrýni var á verk Óttars þrátt fyrir að ein bókin noti þetta orð mjög oft og hafi notað orðið til að auglýsa bókina. Blaðamenn allra stóru dagblaðana (FBL, MBL, DV) nota enn orðið „hjúkrunarkona“ af og til (þótt hitt orðið sé auðvitað meira notað) og ekki hef ég séð amast við því. Orðið „hjúkrunarkona“ finnst einnig oft í Læknablaðinu og í sjálfu höfuðvígi hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga og enga gagnrýni hef ég séð á það. En þegar Birgitta notar orðið einu sinni þá verður mikill æsingur. Hvað ætli valdi þessum mun í viðbrögðum eftir því hver á í hlut? Viggo Mortensen hinn geðþekki danski leikari lenti í keimlíkum viðbrögðum þegar hann notaði hið bannaða enska „N“-orð á dögunum. Hann notaði samt orðið í afar jákvæðu samhengi; sagði að ýmsir góðir áfangasigrar hefðu átt sér stað í baráttu blökkufólks í Bandaríkjunum, t.d. að nær enginn þori að nota N-orðið nú á dögum. En samhengið er hætt að skipta máli, allir hrópuðu upp að Viggo hafi sagt orðið sem enginn má segja („...Viggo Mortensen just dropped the N Word and the oxygen immediately left the room.“ var sagt á Twitter og Guardian birti grein um málið). Ekkert tillit tekið til samhengis, engin sanngirni, bara hrópað hátt í von um læk og athygli. Hugsum aðeins meira um merkingu og samhengi orðanna, hættum að dæsa og fyllast af yfirlætisfullri vandlætingu ef einhver notar orð sem annar segir að megi ekki segja. Lífið má ekki enda sem ein risastór dæs-keppni. Gagnrýnum ef samhengið og mótívasjónið sem á baki liggur leyfir okkur gagnrýni en hættum vandlætingarsemi, því í einhverjum tilvikum kann slíkt að vera leit að athygli - að vilja vera sá sem bendir á hinn svarta blett. Eða, ef við ætlum að gagnrýna svona bókstafslega þá verður að vera samræmi. Ekki taka bara Birgittu fyrir af því hún er fræg söngkona - taka hina fyrir líka, tala almennt um málið. Því þó að máttur Birgittu sé mikill þá mun notkun hennar í eitt skipti á hinu fallega en ögn gamaldags orði ekki hafa nein áhrif á neikvæða kynjun þessa mikilvæga starfs. Birgitta sjálf hefur útskýrt málið vel og brugðist með leiðréttingu en aðrir hafa ekki verið beðnir um að framkvæma slíkt hið saman á sínum verkum, greinum og öðru opinberu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Óskarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar og fékk Vísir leyfi til endurbirtingar Nú er mikið kvartað yfir því að hin geðþekka Birgitta Haukdal hafi ritað á einum stað starfsheitið „hjúkrunarkona“ í stað þess að nota „hjúkrunarfræðingur“. Það er auðvitað gott að minna á rétta útgáfu starfsheita og að notkun orða feli ekki í sér kynjahalla. En á síðustu misserum og árum hafa komið út bækur, tímarit og dagblöð þar sem orðið „hjúkrunarkona“ hefur verið notað ítrekað án þess að nokkur hafi fundið að. Dæmi eru í Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar en engin umræða eða gagnrýni var á verk Óttars þrátt fyrir að ein bókin noti þetta orð mjög oft og hafi notað orðið til að auglýsa bókina. Blaðamenn allra stóru dagblaðana (FBL, MBL, DV) nota enn orðið „hjúkrunarkona“ af og til (þótt hitt orðið sé auðvitað meira notað) og ekki hef ég séð amast við því. Orðið „hjúkrunarkona“ finnst einnig oft í Læknablaðinu og í sjálfu höfuðvígi hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga og enga gagnrýni hef ég séð á það. En þegar Birgitta notar orðið einu sinni þá verður mikill æsingur. Hvað ætli valdi þessum mun í viðbrögðum eftir því hver á í hlut? Viggo Mortensen hinn geðþekki danski leikari lenti í keimlíkum viðbrögðum þegar hann notaði hið bannaða enska „N“-orð á dögunum. Hann notaði samt orðið í afar jákvæðu samhengi; sagði að ýmsir góðir áfangasigrar hefðu átt sér stað í baráttu blökkufólks í Bandaríkjunum, t.d. að nær enginn þori að nota N-orðið nú á dögum. En samhengið er hætt að skipta máli, allir hrópuðu upp að Viggo hafi sagt orðið sem enginn má segja („...Viggo Mortensen just dropped the N Word and the oxygen immediately left the room.“ var sagt á Twitter og Guardian birti grein um málið). Ekkert tillit tekið til samhengis, engin sanngirni, bara hrópað hátt í von um læk og athygli. Hugsum aðeins meira um merkingu og samhengi orðanna, hættum að dæsa og fyllast af yfirlætisfullri vandlætingu ef einhver notar orð sem annar segir að megi ekki segja. Lífið má ekki enda sem ein risastór dæs-keppni. Gagnrýnum ef samhengið og mótívasjónið sem á baki liggur leyfir okkur gagnrýni en hættum vandlætingarsemi, því í einhverjum tilvikum kann slíkt að vera leit að athygli - að vilja vera sá sem bendir á hinn svarta blett. Eða, ef við ætlum að gagnrýna svona bókstafslega þá verður að vera samræmi. Ekki taka bara Birgittu fyrir af því hún er fræg söngkona - taka hina fyrir líka, tala almennt um málið. Því þó að máttur Birgittu sé mikill þá mun notkun hennar í eitt skipti á hinu fallega en ögn gamaldags orði ekki hafa nein áhrif á neikvæða kynjun þessa mikilvæga starfs. Birgitta sjálf hefur útskýrt málið vel og brugðist með leiðréttingu en aðrir hafa ekki verið beðnir um að framkvæma slíkt hið saman á sínum verkum, greinum og öðru opinberu efni.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar