Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 16:04 Það minnir svo ótal margt á jólin á Akureyri þessi dægrin. Linda Ólafsdóttir Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun. Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli. Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu. „Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða. Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn. Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum.Linda ÓlafsdóttirHér gætu íbúar þurft að grafa sig út.Vísir/VilhelmLýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/VilhelmSkóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun.Linda ÓlafsdóttirSumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.Linda ÓlafsdóttirMeiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.Linda ÓlafsdóttirEf einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður.Linda ÓlafsdóttirVið kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur.Linda Ólafsdóttir Jól Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun. Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli. Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu. „Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða. Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn. Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum.Linda ÓlafsdóttirHér gætu íbúar þurft að grafa sig út.Vísir/VilhelmLýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/VilhelmSkóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun.Linda ÓlafsdóttirSumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.Linda ÓlafsdóttirMeiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.Linda ÓlafsdóttirEf einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður.Linda ÓlafsdóttirVið kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur.Linda Ólafsdóttir
Jól Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira