Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2018 14:46 Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Vísir/AP Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sem fenginn var til þess að rýna í þá flóknu stöðu sem komin er upp í breskum stjórnmálum vegna útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu í Sprengisandi í morgun.Greiða atkvæði um samning May á þriðjudag Í morgun birtu breskir miðlar fréttir af nýjustu vendingum í málinu. Til stendur að þingmenn greiði atkvæði um Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra á þriðjudaginn næsta en breska dagblaðið The Sunday Times fullyrti í morgun að May hefði í hyggju að fresta atkvæðagreiðslunni og halda á ný til Brussel til að knýja á um nýjan og betri samning við Evrópusambandið en útlit er fyrir að sá samningur sem nú liggur fyrir verði kolfelldur í þinginu. May sagði þó að ekkert sé hæft í þessu og að hún hygðist ekki slá málinu á frest.Theresa May á í basli við þingmenn í eigin flokki vegna Brexit-samningsins.Vísir/apMay í basli við að sannfæra hörðu Brexit-sinnana „Það á að greiða atkvæði um þetta á þriðjudaginn í þinginu og það virðist enginn vita neitt nema að menn vilja nú almennt telja að þessi samningur May falli í þinginu. Hún er að reyna að fá hörðu Brexit-sinnana í sínum flokki til að styðja þetta samkomulag með því að segja að ef þetta verði fellt þá muni þeir bara fá [Jeremy] Corbyn sem forsætisráðherra og ekkert Brexit en mér sýnist nú tónninn vera aðallega sá að þetta muni ekki takast hjá henni. Enginn veit í rauninni hvað gerist ef samkomulagið verði fellt,“ segir Ólafur um þessa óvissutíma sem eru uppi í breskum stjórnmálum. Þrír möguleikar í stöðunni Eins og málið kemur Ólafi fyrir sjónir eru þrjár mögulegar útkomur sem stjórnmálamenn séu að vega og meta. Í fyrsta lagi að samþykkja samninginn en Ólafur telur að það verði ekki líkleg niðurstaða, í öðru lagi að fara í „hart Brexit“ og yfirgefa Evrópusambandið án samnings og þá í þriðja lagi að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þó það liggi ekki fyrir hvaða valkostir yrðu í boði. Ólafur segir að þessa dagana fari stuðningur vaxandi að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sé þó andvígur því og telur vænlegra að halda nýjar þingkosningar. Ólafur segir að í bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum séu háværar raddir um að leita þurfi á ný til þjóðarinnar.Formaður Verkamannaflokksins sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla væri ekki í boði.Vísir/apEkki nægilega öguð umræða um fullveldi og þjóðaratkvæði Í kringum hugsanlega útgöngu Bretlands hefur sprottið umræða um fullveldið, um lýðræði og hversu mikið vægi þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að hafa. Umræðan um þessi hugtök hefur oft gengið fram af Ólafi því vanþekkingin sé oft mikil og þá hafi menn fullyrt hluti sem standist enga skoðun. „Stjórnmálafræðingum hefur náttúrulega lengi verið ljóst að þjóðaratkvæðagreiðslum fylgja líka margvíslegir vankantar og þær geta búið til alls konar erfiðleika en auðvitað hendirðu þeim ekki út af borðinu. Menn eiga að velta fyrir sér líka að þetta er miklu flóknara en menn vilja oft tala um. Lausnir í stjórnmálum eru mjög oft - þær eru ekkert klipptar og skornar –einhvers konar málamiðlanir sem í rauninni allir geta verið óánægðir með ef þeir vilja hafa sitt fram en galdurinn við afrakstur Vestrænu lýðræðiskerfanna er að menn hafa ekki sagt eins og við Íslendingar segjum oft: „Við viljum bara allt fyrir ekkert“ vegna þess að sjaldnast er það nú þannig að við getum fengið allt fyrir ekkert,“ segir Ólafur sem bendir á að kostir þjóðaratkvæðagreiðslna séu ótvíræðir þegar niðurstöðurnar eru skýrar en þær geta líka orðið til þess að kljúfa þjóðina þegar niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki skýr eins og raunin var árið 2016 í þjóðaratkvæðinu um Brexit þá var mjótt á mununum.Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin kaus að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016.Málamiðlun og fulltrúalýðræðið „Það sem að þingið hefur fram yfir val milli tveggja skýrra kosta í þjóðaratkvæði er meðal annars það að það er hægt að semja, þú getur verið með miklu flóknari umræðu í þinginu og þú getur komist að niðurstöðu þar sem mörg sjónarmið eru tekin til greina. Margir náttúrulega hafa skömm á þessu og kalla þetta miðjumoð og eitthvað svoleiðis en það held ég að sé nú samt sem áður grundvöllurinn að farsæld þeirra lýðræðisríkja þar sem vel hefur gengið; þar sem menn hafa verið tilbúnir að slá af og reyna að komast að – ekki kannski sameiginlegri niðurstöðu – en eitthvað af því,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að á síðustu árum hafi verið uppi aukin krafa um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólafur segir að það sé vel gerlegt að halda fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur án þess að hverfa frá fulltrúalýðræðinu. Ólafi segir að umræðan um fullveldið hafi ekki verið nægilega öguð. „Það er mikilvægt að skilja hvað fullveldi felur í sér. Því að sumir skilja bara fullveldi þannig að það þýði að þjóðin geti ráðið öllu sem þær vilja, öllum einstökum málum og það er miklu flóknara en svo. Fullveldið er í rauninni bara formlegur réttur til þess að segja já eða nei eiginlega við hverju sem er. Þess vegna er það partur af fullveldi Breta að þeir geta sagt sig úr Evrópusambandinu ef þeir svo kjósa.“ „Á endanum þá snýst fullveldið ekki um það að þú ráðir öllu sjálfur í þeim skilningi að þú tekur endanlega ákvörðun en þú getur ekki alltaf gert bara það sem þú helst vilt vegna þess að þú verður að vega alls konar afleiðingar og þú verður að vega önnur markmið þín og þar fram eftir götunum.“ Rétturinn til að skipta um skoðun Í máli Ólafs komu fram hugleiðingar um réttinn til að skipta um skoðun. „Það er nefnilega þannig að við getum talað um réttinn til að skipta um skoðun. Hann er að vísu ekki orðaður alveg sérstaklega í stjórnarskrám en í öðrum stjórnarskrárákvæðum, til dæmis um þingræði, er þessi réttur þar inni. Þingið getur skipt um skoðun hvenær sem er. Þingið getur breytt löggjöf hvenær sem er og það að segja, ef að þjóðin ákveður 2016 að ganga úr Evrópusambandinu, á hún ekki rétt á að skipta um skoðun með því að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Bretland Brexit Sprengisandur Tengdar fréttir May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Forsætisráðherra Bretlands segir þingmönnum að ef þeir samþykkja ekki útgöngusamningin hennar verði mögulega ekkert af Brexit.e 6. desember 2018 13:56 Atkvæðagreiðslan um Brexit fer fram samkvæmt áætlun Breskir fjölmiðlar höfðu velt um möguleikanum á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað á meðan forsætisráðherrann freistaði þess að ná nýjum samningi við ESB. 9. desember 2018 13:45 Enginn frestur fyrir May Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. 7. desember 2018 06:00 May talin ætla að krefja Evrópusambandið um betri samning Allt stefnir í að breska þingið kolfelli Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra. Hún er nú sögð íhuga að fresta atkvæðagreiðslunni og leita hófanna hjá Evrópusambandinu um nýjan samning. 9. desember 2018 08:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sem fenginn var til þess að rýna í þá flóknu stöðu sem komin er upp í breskum stjórnmálum vegna útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu í Sprengisandi í morgun.Greiða atkvæði um samning May á þriðjudag Í morgun birtu breskir miðlar fréttir af nýjustu vendingum í málinu. Til stendur að þingmenn greiði atkvæði um Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra á þriðjudaginn næsta en breska dagblaðið The Sunday Times fullyrti í morgun að May hefði í hyggju að fresta atkvæðagreiðslunni og halda á ný til Brussel til að knýja á um nýjan og betri samning við Evrópusambandið en útlit er fyrir að sá samningur sem nú liggur fyrir verði kolfelldur í þinginu. May sagði þó að ekkert sé hæft í þessu og að hún hygðist ekki slá málinu á frest.Theresa May á í basli við þingmenn í eigin flokki vegna Brexit-samningsins.Vísir/apMay í basli við að sannfæra hörðu Brexit-sinnana „Það á að greiða atkvæði um þetta á þriðjudaginn í þinginu og það virðist enginn vita neitt nema að menn vilja nú almennt telja að þessi samningur May falli í þinginu. Hún er að reyna að fá hörðu Brexit-sinnana í sínum flokki til að styðja þetta samkomulag með því að segja að ef þetta verði fellt þá muni þeir bara fá [Jeremy] Corbyn sem forsætisráðherra og ekkert Brexit en mér sýnist nú tónninn vera aðallega sá að þetta muni ekki takast hjá henni. Enginn veit í rauninni hvað gerist ef samkomulagið verði fellt,“ segir Ólafur um þessa óvissutíma sem eru uppi í breskum stjórnmálum. Þrír möguleikar í stöðunni Eins og málið kemur Ólafi fyrir sjónir eru þrjár mögulegar útkomur sem stjórnmálamenn séu að vega og meta. Í fyrsta lagi að samþykkja samninginn en Ólafur telur að það verði ekki líkleg niðurstaða, í öðru lagi að fara í „hart Brexit“ og yfirgefa Evrópusambandið án samnings og þá í þriðja lagi að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þó það liggi ekki fyrir hvaða valkostir yrðu í boði. Ólafur segir að þessa dagana fari stuðningur vaxandi að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sé þó andvígur því og telur vænlegra að halda nýjar þingkosningar. Ólafur segir að í bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum séu háværar raddir um að leita þurfi á ný til þjóðarinnar.Formaður Verkamannaflokksins sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla væri ekki í boði.Vísir/apEkki nægilega öguð umræða um fullveldi og þjóðaratkvæði Í kringum hugsanlega útgöngu Bretlands hefur sprottið umræða um fullveldið, um lýðræði og hversu mikið vægi þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að hafa. Umræðan um þessi hugtök hefur oft gengið fram af Ólafi því vanþekkingin sé oft mikil og þá hafi menn fullyrt hluti sem standist enga skoðun. „Stjórnmálafræðingum hefur náttúrulega lengi verið ljóst að þjóðaratkvæðagreiðslum fylgja líka margvíslegir vankantar og þær geta búið til alls konar erfiðleika en auðvitað hendirðu þeim ekki út af borðinu. Menn eiga að velta fyrir sér líka að þetta er miklu flóknara en menn vilja oft tala um. Lausnir í stjórnmálum eru mjög oft - þær eru ekkert klipptar og skornar –einhvers konar málamiðlanir sem í rauninni allir geta verið óánægðir með ef þeir vilja hafa sitt fram en galdurinn við afrakstur Vestrænu lýðræðiskerfanna er að menn hafa ekki sagt eins og við Íslendingar segjum oft: „Við viljum bara allt fyrir ekkert“ vegna þess að sjaldnast er það nú þannig að við getum fengið allt fyrir ekkert,“ segir Ólafur sem bendir á að kostir þjóðaratkvæðagreiðslna séu ótvíræðir þegar niðurstöðurnar eru skýrar en þær geta líka orðið til þess að kljúfa þjóðina þegar niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki skýr eins og raunin var árið 2016 í þjóðaratkvæðinu um Brexit þá var mjótt á mununum.Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin kaus að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016.Málamiðlun og fulltrúalýðræðið „Það sem að þingið hefur fram yfir val milli tveggja skýrra kosta í þjóðaratkvæði er meðal annars það að það er hægt að semja, þú getur verið með miklu flóknari umræðu í þinginu og þú getur komist að niðurstöðu þar sem mörg sjónarmið eru tekin til greina. Margir náttúrulega hafa skömm á þessu og kalla þetta miðjumoð og eitthvað svoleiðis en það held ég að sé nú samt sem áður grundvöllurinn að farsæld þeirra lýðræðisríkja þar sem vel hefur gengið; þar sem menn hafa verið tilbúnir að slá af og reyna að komast að – ekki kannski sameiginlegri niðurstöðu – en eitthvað af því,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að á síðustu árum hafi verið uppi aukin krafa um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólafur segir að það sé vel gerlegt að halda fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur án þess að hverfa frá fulltrúalýðræðinu. Ólafi segir að umræðan um fullveldið hafi ekki verið nægilega öguð. „Það er mikilvægt að skilja hvað fullveldi felur í sér. Því að sumir skilja bara fullveldi þannig að það þýði að þjóðin geti ráðið öllu sem þær vilja, öllum einstökum málum og það er miklu flóknara en svo. Fullveldið er í rauninni bara formlegur réttur til þess að segja já eða nei eiginlega við hverju sem er. Þess vegna er það partur af fullveldi Breta að þeir geta sagt sig úr Evrópusambandinu ef þeir svo kjósa.“ „Á endanum þá snýst fullveldið ekki um það að þú ráðir öllu sjálfur í þeim skilningi að þú tekur endanlega ákvörðun en þú getur ekki alltaf gert bara það sem þú helst vilt vegna þess að þú verður að vega alls konar afleiðingar og þú verður að vega önnur markmið þín og þar fram eftir götunum.“ Rétturinn til að skipta um skoðun Í máli Ólafs komu fram hugleiðingar um réttinn til að skipta um skoðun. „Það er nefnilega þannig að við getum talað um réttinn til að skipta um skoðun. Hann er að vísu ekki orðaður alveg sérstaklega í stjórnarskrám en í öðrum stjórnarskrárákvæðum, til dæmis um þingræði, er þessi réttur þar inni. Þingið getur skipt um skoðun hvenær sem er. Þingið getur breytt löggjöf hvenær sem er og það að segja, ef að þjóðin ákveður 2016 að ganga úr Evrópusambandinu, á hún ekki rétt á að skipta um skoðun með því að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu?“
Bretland Brexit Sprengisandur Tengdar fréttir May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Forsætisráðherra Bretlands segir þingmönnum að ef þeir samþykkja ekki útgöngusamningin hennar verði mögulega ekkert af Brexit.e 6. desember 2018 13:56 Atkvæðagreiðslan um Brexit fer fram samkvæmt áætlun Breskir fjölmiðlar höfðu velt um möguleikanum á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað á meðan forsætisráðherrann freistaði þess að ná nýjum samningi við ESB. 9. desember 2018 13:45 Enginn frestur fyrir May Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. 7. desember 2018 06:00 May talin ætla að krefja Evrópusambandið um betri samning Allt stefnir í að breska þingið kolfelli Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra. Hún er nú sögð íhuga að fresta atkvæðagreiðslunni og leita hófanna hjá Evrópusambandinu um nýjan samning. 9. desember 2018 08:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Forsætisráðherra Bretlands segir þingmönnum að ef þeir samþykkja ekki útgöngusamningin hennar verði mögulega ekkert af Brexit.e 6. desember 2018 13:56
Atkvæðagreiðslan um Brexit fer fram samkvæmt áætlun Breskir fjölmiðlar höfðu velt um möguleikanum á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað á meðan forsætisráðherrann freistaði þess að ná nýjum samningi við ESB. 9. desember 2018 13:45
Enginn frestur fyrir May Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. 7. desember 2018 06:00
May talin ætla að krefja Evrópusambandið um betri samning Allt stefnir í að breska þingið kolfelli Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra. Hún er nú sögð íhuga að fresta atkvæðagreiðslunni og leita hófanna hjá Evrópusambandinu um nýjan samning. 9. desember 2018 08:39
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent