Handbolti

Seinni bylgjan: Handsöluðu veðmál um úrslitin í Akureyrarslagnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Veðmálið klárt.
Veðmálið klárt. vísir
Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru fengnir til að spá fyrir um úrslitin í Akureyrarslagnum um helgina í Lokaskotinu á mánudagskvöldið.

KA vann Akureyri í fyrstu umferð deildarinnar á heimavelli en nú fær Akureyri Handboltafélag erkifjendur sína í heimsókn í Höllina fyrir norðan.

Jóhann Gunnar er á því að Akureyri vinnur leikinn þar sem að liðið er að sækja í sig veðrið en það er búið að tvöfalda stigafjölda sinn í síðustu tveimur leikjum.

Logi sagði að KA myndi örugglega vinna og vildi veðja 5.000 krónum. Jóhann Gunnar var ekki alveg á því að setja svo mikinn pening á leikinn þannig að þeir fóru milliveginn.

Lokaskotið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið 11. umferð

Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Gott að eiga Ás(a) í ermi

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson hefur verið einn allra besti leikmaður Olís deildar karla í handbolta í vetur og strákarnir í Seinni bylgjunni fóru vel yfir mikilvægi hans í nýjasta þættinum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×