Starfsemi WuXi NextCode lýtur að því að nota upplýsingar um erfðamengi til þess að uppgötva virkni ákveðinna gena. Fyrirtækið varð til þegar WuXi PharmaTech keypti íslenska lyfjafyrirtækið NextCode á 8,5 milljarða króna árið 2015.

Írski fjárfestingasjóðurinn Ireland Strategic Investment Fund leiddi ferlið og lagði til 70 milljónir dollara.
Sá sjóður var stærsti hluthafi Genomics Medicine Ireland sem Wuxi NextCODE keypti nýverið til að koma á fót höfuðstöðvum í Evrópu.
Á meðal annarra fjárfesta í þessari lotu má nefna Temasek og Sequoia Capital sem hafa lengi verið hluthafar í fyrirtækinu.
Fyrir um það bil ári sótti Wuxi NextCode 240 milljónir dollara í fjármögnun.
Temasek er einnig hluthafi í Alvogen og Alvotech sem er með höfuðstöðvar í Vatnsmýrinni.
Hannes lét af störfum sem forstjóri WuXi Nextcode í mars, rúmu ári eftir að hann tók við keflinu. Hann starfar áfram sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Frá því í mars hefur hann starfað sem ráðgjafi fyrir 6 Dimensions Capital sem fjárfestir í nýsköpun í heilbrigðisviði. Fyrirtækið varð til við samruna WuXi Healthcare Ventures og Frontline BioVentures.