Hlutabréfamarkaður sem drifkraftur atvinnulífs Páll Harðarson skrifar 5. desember 2018 07:00 Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrirtæki hafa stækkað og áhugaverð og vel launuð störf orðið til fyrir tilstuðlan fjármögnunar á markaði. Eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn braggast eygjum við að hann geti orðið jafn mikilvægur drifkraftur í atvinnulífinu hér eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þróunin undanfarið lofar góðu en fyrirtæki hafa aflað meira en 30 milljarða króna til vaxtar á hlutabréfamarkaði síðastliðið ár. Nýleg úttekt hins virta vísitölufyrirtækis FTSE Russell á íslenska markaðnum sýnir að við erum í seilingarfjarlægð frá þessu markmiði og gætum, ef markaðsaðilar og stjórnvöld taka höndum saman, náð í flokk þeirra landa sem uppfylla ströngustu gæðakröfur FTSE Russell og annarra svipaðra fyrirtækja. Íslenskur hlutabréfamarkaður stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell að fullu, fimm að hluta, en einungis eitt ekki (skilyrði um skipulegan afleiðumarkað). Að komast í flokk fremstu hlutabréfamarkaða heims væri ómetanlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum vegna greiðari aðgangs fyrirtækja, lítilla og stórra, að fjármagni til vaxtar. Til þess að þetta takist þarf fyrst og fremst að fjölga skráðum fyrirtækjum og stækka markaðinn. Til að komast í efstu flokkun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við FTSE Russell þyrftum við líkast til að tvöfalda til þrefalda stærð markaðarins á mælikvarða markaðsvirðis. Skráning Landsbankans og Íslandsbanka hefði mikið að segja í þessu tilliti. Miðað við hóflegar forsendur um vöxt markaðarins að öðru leyti á komandi árum gæti skráning bankanna þýtt að settu marki yrði náð innan 5-10 ára. Hún er því ekki aðeins mikilvæg fyrir bankana og ríkissjóð heldur alla umgjörð fjármögnunar íslenskra fyrirtækja.Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrirtæki hafa stækkað og áhugaverð og vel launuð störf orðið til fyrir tilstuðlan fjármögnunar á markaði. Eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn braggast eygjum við að hann geti orðið jafn mikilvægur drifkraftur í atvinnulífinu hér eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þróunin undanfarið lofar góðu en fyrirtæki hafa aflað meira en 30 milljarða króna til vaxtar á hlutabréfamarkaði síðastliðið ár. Nýleg úttekt hins virta vísitölufyrirtækis FTSE Russell á íslenska markaðnum sýnir að við erum í seilingarfjarlægð frá þessu markmiði og gætum, ef markaðsaðilar og stjórnvöld taka höndum saman, náð í flokk þeirra landa sem uppfylla ströngustu gæðakröfur FTSE Russell og annarra svipaðra fyrirtækja. Íslenskur hlutabréfamarkaður stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell að fullu, fimm að hluta, en einungis eitt ekki (skilyrði um skipulegan afleiðumarkað). Að komast í flokk fremstu hlutabréfamarkaða heims væri ómetanlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum vegna greiðari aðgangs fyrirtækja, lítilla og stórra, að fjármagni til vaxtar. Til þess að þetta takist þarf fyrst og fremst að fjölga skráðum fyrirtækjum og stækka markaðinn. Til að komast í efstu flokkun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við FTSE Russell þyrftum við líkast til að tvöfalda til þrefalda stærð markaðarins á mælikvarða markaðsvirðis. Skráning Landsbankans og Íslandsbanka hefði mikið að segja í þessu tilliti. Miðað við hóflegar forsendur um vöxt markaðarins að öðru leyti á komandi árum gæti skráning bankanna þýtt að settu marki yrði náð innan 5-10 ára. Hún er því ekki aðeins mikilvæg fyrir bankana og ríkissjóð heldur alla umgjörð fjármögnunar íslenskra fyrirtækja.Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar