Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 5. desember 2018 07:00 Í dag, 5. desember er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þú vissir þetta kannski ekki, því störf sjálfboðaliða komast ekkert sérstaklega oft í fréttirnar. Engu að síður eru þetta störf sem gjörbreyta samfélaginu að svo mörgu leyti. Sjálfboðaliðar starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, að góðgerðarmálum, íþróttum, tómstundum og mannúðarstarfi. Það er á þessu síðasta sviði sem nærri 4000 manns starfa á vegum rúmlega 40 deilda Rauða kross Íslands víðs vegar um landið en hugmyndin um sjálfboðið starf er ein af sjö grundvallarhugsjónum Rauða krossins á alþjóðavísu. Sjálfboðaliðar eru á öllum aldri, fólk í námi, starfi og á eftirlaunaaldri. Fólk hefur ólíkar ástæður til að vinna störf í sjálfboðavinnu, en íslenskar rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins, vinna að verðugu málefni og hjálpa þeim sem minna mega sín. Á meðal verkefnanna eru nokkur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragnheiður og Konukot. Önnur eru ekki jafn þekkt en engu minna mikilvæg. Sjálfboðaliðar vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd, kenna nýjum íbúum landsins íslensku og hjálpa þeim að skilja samfélagið. Í kvennadeildum er prjónað á ungabörn og margir flokka og selja föt sem annars færu í ruslið. Fólk og hundar á vegum Rauða krossins heimsækja eldri borgara og sporna gegn félagslegri einangrun. Börn fá aðstoð við heimanám. Fólk sem hefur nýlokið afplánun refsivistar fær aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, færni og ferilskrár. Verkefnin taka mið af þörfum hvers samfélags en þess utan hefur Rauði krossinn lögbundið hlutverk í neyðarvörnum og útvegar sjálfboðaliða til að veita fjöldahjálp og félagslega aðstoð í kjölfar neyðarástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni RKÍ væri íslenskt samfélag veikara og fátækara. Líttu í kringum þig í dag og þakkaðu þeim sem þetta gera.Höfundur er stjórnarmaður í Rauða krossinum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þú vissir þetta kannski ekki, því störf sjálfboðaliða komast ekkert sérstaklega oft í fréttirnar. Engu að síður eru þetta störf sem gjörbreyta samfélaginu að svo mörgu leyti. Sjálfboðaliðar starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, að góðgerðarmálum, íþróttum, tómstundum og mannúðarstarfi. Það er á þessu síðasta sviði sem nærri 4000 manns starfa á vegum rúmlega 40 deilda Rauða kross Íslands víðs vegar um landið en hugmyndin um sjálfboðið starf er ein af sjö grundvallarhugsjónum Rauða krossins á alþjóðavísu. Sjálfboðaliðar eru á öllum aldri, fólk í námi, starfi og á eftirlaunaaldri. Fólk hefur ólíkar ástæður til að vinna störf í sjálfboðavinnu, en íslenskar rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins, vinna að verðugu málefni og hjálpa þeim sem minna mega sín. Á meðal verkefnanna eru nokkur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragnheiður og Konukot. Önnur eru ekki jafn þekkt en engu minna mikilvæg. Sjálfboðaliðar vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd, kenna nýjum íbúum landsins íslensku og hjálpa þeim að skilja samfélagið. Í kvennadeildum er prjónað á ungabörn og margir flokka og selja föt sem annars færu í ruslið. Fólk og hundar á vegum Rauða krossins heimsækja eldri borgara og sporna gegn félagslegri einangrun. Börn fá aðstoð við heimanám. Fólk sem hefur nýlokið afplánun refsivistar fær aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, færni og ferilskrár. Verkefnin taka mið af þörfum hvers samfélags en þess utan hefur Rauði krossinn lögbundið hlutverk í neyðarvörnum og útvegar sjálfboðaliða til að veita fjöldahjálp og félagslega aðstoð í kjölfar neyðarástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni RKÍ væri íslenskt samfélag veikara og fátækara. Líttu í kringum þig í dag og þakkaðu þeim sem þetta gera.Höfundur er stjórnarmaður í Rauða krossinum
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun