Fullveldi Íslands er eins og fertug kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. desember 2018 08:00 Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun