Handbolti

Seinni bylgjan: Arnar Pétursson um ÍBV slúðrið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Pétursson og Logi Geirsson grínast í Seinni bylgjunni.
Arnar Pétursson og Logi Geirsson grínast í Seinni bylgjunni. Mynd/Stöð 2 Sport
Íslandsmeistarar Eyjamanna hafa unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og hafa heldur betur rifið sig í gang eftir brösuga. Arnar Pétursson var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær. Á hann þátt í þessari breytingu á ÍBV-liðinu?

„Allt hefur þetta rokið upp hjá ÍBV-liðinu eftir að Arnar Pétursson byrjaði að þjálfa liðið á bak við tjöldin,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í léttum tón og beindi orðum sínum til Arnars.

„Nei,“ svaraði Arnar Pétursson hálfvandræðalegur en Logi Geirsson vildi fá alla söguna. „Segðu okkur hvað gekk á þarna. Nú vil ég fá að vita þetta.,“ sagði Logi.

„Varstu búinn að undirbúa þetta,“ spurði Arnar til baka.  „Ég var ekki búinn að undirbúa neitt,“ sagði Logi og Tómas Þór bætti við: „Það er best að afgreiða þetta mál núna. Hvernig er þetta búið að vera?“

„Það er ekkert til í því að ég sé að skipta mér að þessu. Ég hef ekki verið að skipta mér að þjálfun liðsins í vetur enda erum við tvo frábæra þjálfara. Þetta fór vissulega erfiðlega af stað og við vorum kannski ekki að spila næginlega vel. Við þá er ég að tala um ÍBV,“ sagði Arnar og Logi leyfði sér aðeins að skjóta á hann.

„Af hverju komstu ekki bara í ÍBV-treyjunni í settið,“ sagði Logi hlæjandi.

„Hvað hélstu að þú værir að fá hingað,“ svaraði Arnar að bragði.

„Auðvitað kíki ég reglulega inn í íþróttsalinn enda búinn að þjálfa þessa stráka í níu ár. Það væri frekar fréttnæmt ef ég kæmi ekki inn í salinn,“ sagði Arnar.

„Ég læt sjá mig þarna reglulega en ég hef ekki komið nálægt einu eða neinu eða skipt mér eitthvað af þjálfuninni. Við erum með eitt af bestu liðunum sem er að vakna og er að koma til. ÍBV er liðið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna í dag og fara þannig inn í jólafrí. Ég hef ekki neinar áhyggjur af því sem bíður okkar á nýju ári,“ sagði Arnar en það má sjá allt innslagið hér fyrir neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Arnar Pétursson um ÍBV slúðrið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×