Jólin, börnin og dótið Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Á 17. júní fyrir tveimur árum gengum við hjónin að nálægum hátíðarhöldum með son okkar, þá sjö ára. Við vorum í hátíðarskapi og það var að sjálfsögðu rigning eins og alltaf á 17. júní. Þegar komið var inn á hátíðarsvæðið stungum við upp á því við son okkar að hann fengi flotta gasblöðru. Við skyldum kaupa handa honum eina slíka. Svar hans kom okkur verulega, og skemmtilega, á óvart. „Til hvers að kaupa blöðru?“ spurði sonur okkar af fyllstu einlægni. „Ég mun bara missa hana og hún fer upp í loftið og þá eruð þið bara búin að henda peningunum ykkar í ruslið.“ Við vorum kjaftstopp. Auðvitað var þetta alveg rétt hjá stráknum. Til hvers að kaupa blöðru? Við foreldrarnir vorum þarna afhjúpaðir sem fortakslausir bruðlarar. Við vorum sem sagt virkilega til í að spandera pening í eitthvað sem gat bara puðrast út í loftið á einni svipstundu eða sprungið í drasl áður en maður veit af. Hvílík endemis vitleysa.Vaxandi nægjusemi Við höfum hlegið að þessu atviki töluvert, og sagt öðrum þessa sögu við þónokkra kátínu. Samræðan sem spinnst yfirleitt í kjölfarið við fólk er nokkuð áhugaverð. Margir hafa svipaða hluti að segja af börnum sínum. Það virðist eins og nægjusemi hafi á einhvern hátt síast inn í vitundarlíf barna okkar, án þess að við foreldrarnir höfum beinlínis gert neitt til að stuðla að svo jákvæðri þróun. Mögulega er að vaxa upp kynslóð sem vill ekki drasl. Þótt Ninja Turtle plastkarlar slái vissulega í gegn stundum, eða eitthvað annað álíka — barndómurinn er sem betur fer enn smá samur við sig — virðist tíðarandinn almennt vera að breytast í rétta átt hvað efnishyggju varðar. Hún er að minnka. Ég er viss um að nú um jólin deila margir foreldrar þeirri reynslu, að hafa þráspurt krakkana um það hvað þeir vilja í jólagjöf, en svörin eru lítil sem engin. „Ég veit það ekki,“ er algengt svar. Ein spurði dóttur sína hvort hún vildi ekki nýja úlpu. „Neihei,“ svaraði unglingsstúlkan hneyksluð. „Ég á fína úlpu.“ Sú úlpa er um fimmtán ára gömul, sem frænka hennar átti áður. Ljómandi fín bara.Grænt símaborð úr plasti Ég get viðurkennt að, að ég stend sjálfan mig að því að vilja mjög mikið kaupa snjalldróna á tuttuguogfimmþúsund kall og gefa öðru hvoru barninu. Hvötin er til staðar. Ef ég fyndi vott af slíkum áhuga myndi ég rjúka til. Ég sjálfur myndi svo vafalítið leika mér jafnmikið með dótið. Svo færi það upp í hillu í byrjun febrúar, niður í geymslu árið 2021 og á Sorpu í kringum 2030. Í minni bernsku langaði mann í dót og maður fékk dót og gaf dót. Fyrsta gjöfin sem ég keypti sjálfur og gaf — frá mér til mömmu og pabba — var mesta drasl í heimi. Ég gerði mér ferð í strætó alveg sjálfur inn í verslunina Magasín í Kópavogi. Þar hafði ég séð grænt símaborð úr plasti. Mér fannst það fyrirtak. Hægt var að setja penna í það, skrifblokk og svo símaskrána undir símann. Það var líka auðvelt að setja það saman. Ég keypti þetta stoltur og pakkaði inn í leyni. Barnshjartað sló ört þegar gjöfin var opnuð. Þakklætið og undrunin var fölskvalaus. Ég efast ekki um það. Barnið hafði keypt gjöf, alveg sjálft. Símaborðið var sett upp við hátíðlega athöfn. Ég horfði á það á jóladag fullur gleði en þó hvíslaði að mér lítill efasemdarpúki að kannski væri það full stórt og klunnalegt. Í rauninni var það forljótt. Um miðjan janúar var það horfið. Skömmu síðar fann ég það niðri í geymslu.Ekki missa sig Kynslóðin mín er afkvæmi fyrstu kynslóðar á mölinni. Við erum barnabörn fólksins í sveitunum, sem ólst upp við það að gúmmístígvél voru það mergjaðasta sem hægt var að hugsa sér. Eftir stríð fór neysluhyggjan á flug. Fólk var komið í hús með hita. Hver með sitt herbergi. Að fylla húsin af drasli var nánast trúarleg nauðsyn. Það var leiðin til að sýna að tímarnir voru breyttir. Neytandinn varð til, fjöldaframleiðslan og sölumennskan. Börnin okkar alast upp í öðrum tíðaranda. Leikskólarnir hafa kennt þeim að föndra gjafir handa mömmu og pabba og að það er hugurinn sem skiptir máli. Kertastjakar og leirhestar — jólagjafir barnanna í gegnum tíðina — sitja á hillunum og fara líklega aldrei niður í geymslu. Virði þeirra er margfalt á við dót úr búð. Með hverjum jólum sem renna upp finnst mér ég læra þetta betur og betur: Allir vilja gjafir. Börnin vilja gjafir. Það er gaman að gefa. Það er gaman að fá gjafir. En það er algjör óþarfi að missa sig. Ég veit það er klisja, en hún er sönn: Það er kærleikurinn að baki sem skiptir mestu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á 17. júní fyrir tveimur árum gengum við hjónin að nálægum hátíðarhöldum með son okkar, þá sjö ára. Við vorum í hátíðarskapi og það var að sjálfsögðu rigning eins og alltaf á 17. júní. Þegar komið var inn á hátíðarsvæðið stungum við upp á því við son okkar að hann fengi flotta gasblöðru. Við skyldum kaupa handa honum eina slíka. Svar hans kom okkur verulega, og skemmtilega, á óvart. „Til hvers að kaupa blöðru?“ spurði sonur okkar af fyllstu einlægni. „Ég mun bara missa hana og hún fer upp í loftið og þá eruð þið bara búin að henda peningunum ykkar í ruslið.“ Við vorum kjaftstopp. Auðvitað var þetta alveg rétt hjá stráknum. Til hvers að kaupa blöðru? Við foreldrarnir vorum þarna afhjúpaðir sem fortakslausir bruðlarar. Við vorum sem sagt virkilega til í að spandera pening í eitthvað sem gat bara puðrast út í loftið á einni svipstundu eða sprungið í drasl áður en maður veit af. Hvílík endemis vitleysa.Vaxandi nægjusemi Við höfum hlegið að þessu atviki töluvert, og sagt öðrum þessa sögu við þónokkra kátínu. Samræðan sem spinnst yfirleitt í kjölfarið við fólk er nokkuð áhugaverð. Margir hafa svipaða hluti að segja af börnum sínum. Það virðist eins og nægjusemi hafi á einhvern hátt síast inn í vitundarlíf barna okkar, án þess að við foreldrarnir höfum beinlínis gert neitt til að stuðla að svo jákvæðri þróun. Mögulega er að vaxa upp kynslóð sem vill ekki drasl. Þótt Ninja Turtle plastkarlar slái vissulega í gegn stundum, eða eitthvað annað álíka — barndómurinn er sem betur fer enn smá samur við sig — virðist tíðarandinn almennt vera að breytast í rétta átt hvað efnishyggju varðar. Hún er að minnka. Ég er viss um að nú um jólin deila margir foreldrar þeirri reynslu, að hafa þráspurt krakkana um það hvað þeir vilja í jólagjöf, en svörin eru lítil sem engin. „Ég veit það ekki,“ er algengt svar. Ein spurði dóttur sína hvort hún vildi ekki nýja úlpu. „Neihei,“ svaraði unglingsstúlkan hneyksluð. „Ég á fína úlpu.“ Sú úlpa er um fimmtán ára gömul, sem frænka hennar átti áður. Ljómandi fín bara.Grænt símaborð úr plasti Ég get viðurkennt að, að ég stend sjálfan mig að því að vilja mjög mikið kaupa snjalldróna á tuttuguogfimmþúsund kall og gefa öðru hvoru barninu. Hvötin er til staðar. Ef ég fyndi vott af slíkum áhuga myndi ég rjúka til. Ég sjálfur myndi svo vafalítið leika mér jafnmikið með dótið. Svo færi það upp í hillu í byrjun febrúar, niður í geymslu árið 2021 og á Sorpu í kringum 2030. Í minni bernsku langaði mann í dót og maður fékk dót og gaf dót. Fyrsta gjöfin sem ég keypti sjálfur og gaf — frá mér til mömmu og pabba — var mesta drasl í heimi. Ég gerði mér ferð í strætó alveg sjálfur inn í verslunina Magasín í Kópavogi. Þar hafði ég séð grænt símaborð úr plasti. Mér fannst það fyrirtak. Hægt var að setja penna í það, skrifblokk og svo símaskrána undir símann. Það var líka auðvelt að setja það saman. Ég keypti þetta stoltur og pakkaði inn í leyni. Barnshjartað sló ört þegar gjöfin var opnuð. Þakklætið og undrunin var fölskvalaus. Ég efast ekki um það. Barnið hafði keypt gjöf, alveg sjálft. Símaborðið var sett upp við hátíðlega athöfn. Ég horfði á það á jóladag fullur gleði en þó hvíslaði að mér lítill efasemdarpúki að kannski væri það full stórt og klunnalegt. Í rauninni var það forljótt. Um miðjan janúar var það horfið. Skömmu síðar fann ég það niðri í geymslu.Ekki missa sig Kynslóðin mín er afkvæmi fyrstu kynslóðar á mölinni. Við erum barnabörn fólksins í sveitunum, sem ólst upp við það að gúmmístígvél voru það mergjaðasta sem hægt var að hugsa sér. Eftir stríð fór neysluhyggjan á flug. Fólk var komið í hús með hita. Hver með sitt herbergi. Að fylla húsin af drasli var nánast trúarleg nauðsyn. Það var leiðin til að sýna að tímarnir voru breyttir. Neytandinn varð til, fjöldaframleiðslan og sölumennskan. Börnin okkar alast upp í öðrum tíðaranda. Leikskólarnir hafa kennt þeim að föndra gjafir handa mömmu og pabba og að það er hugurinn sem skiptir máli. Kertastjakar og leirhestar — jólagjafir barnanna í gegnum tíðina — sitja á hillunum og fara líklega aldrei niður í geymslu. Virði þeirra er margfalt á við dót úr búð. Með hverjum jólum sem renna upp finnst mér ég læra þetta betur og betur: Allir vilja gjafir. Börnin vilja gjafir. Það er gaman að gefa. Það er gaman að fá gjafir. En það er algjör óþarfi að missa sig. Ég veit það er klisja, en hún er sönn: Það er kærleikurinn að baki sem skiptir mestu máli.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar