Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 25-27 | FH-ingar halda í við toppliðin eftir sigur á Fram Þór Símon Hafþórsson í Framhúsinu í Safamýri skrifar 16. desember 2018 22:15 Einar Rafn var markahæstur í liði FH vísir/eyþór FH heimsótti Fram í Safamýrina í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Segja má að leikurinn hafi verið kaflaskiptur en FH byrjaði leikinn betur en átti þó erfitt með að finna leiðina framhjá Viktori Gísla sem stóð á milli stanganna hjá Fram. Eftir korter höfðu liðin einungis skorað samanlagt níu mörk en þá leiddi Fram með einu marki. Það endist ekki lengi er algjört hrun varð á nú þegar lélegum sóknarleik Fram en þá ákvað liðið skyndilega að kasta frá sér boltanum hvað eftir annað. FH skoraði á tveggja mínútna kafla þrjú mörk úr hraðupphaupi og fór á endanum með 13-8 forystu til hlés. FH var þ.a.l. með pálmann í höndunum er seinni hálfleikur hófst og hreinlega óhugsandi að Fram gæti komið sér aftur inn í leikinn. Nema að hið óhugsandi gerðist því Fram virtist hreinlega mæta með nýtt lið inn á í seinni hálfleikinn er þeir sömu og höfðu spilað barnalega lélegan sóknarleik hrukku skyndilega í gang og rifu sig inn í leikinn aftur. Á tíu mínútum náði liðið að koma til baka og jafna leikinn eftir að hafa byrjað seinni hálfleikinn fimm mörkum undir. Ekki nóg með það heldur um tíu mínútum síðar var Fram komið með tveggja marka forystu. Halldór var orðin æfur á hliðarlínunni er þjálfarinn horfði upp á sína menn í FH vera að kasta leiknum frá sér og hann náði á endanum að trekkja liðið í gang að nýju en FH fann taktinn aftur á síðustu tíu mínútum leiksins og snéri honum við sér í hag. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri, 25-27, FH í vil. Afhverju vann FH? Ætli það séu bara ekki meiri gæði í FH og þar með eru ástæður sigursins svo gott sem taldar. Bæði lið hefðu haft rétt á því að vera pirruð ef úrslitin voru þeim ekki hagstæð. Fram, því liðið kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og snéri honum við sér í vil. FH af því liðið gjörsamlega átti Fram frá A til Ö í fyrri hálfleik og byggði upp forystu sem hefði átt að duga þeim til enda leiks. Á endanum voru það Framarar sem fara grautfúlir í jólafrí. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram í fyrri hálfleik var hrein hörmung og það verður örugglega fullt af klippum af því lestarslysi sem fær að líta dagsins ljós í „Hætt‘essu“ hluta Seinni Bylgjunar á Stöð 2 Sport. Stuðningsmenn annara liða en Fram mega endilega stila inn á þáttinn ef þeir vilja hlægja. Framarar ættu hinsvegar að líta undan og finna sér eitthvað annað að gera. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var leikur markmannana. Þeir voru á báðum endum vallarins frábærir og áttu margar glæsilegar vörslur. Sérstaklega Viktor Gísli, markvörður Fram, sem hreinlega lokaði markinu á löngum köflum. Þegar FH hafði einungis skorað 5 mörk eftir korter í dag var það ekki útaf frábærum varnarleik Framara. Það var einungis Viktori að þakka. Hvað gerist næst? Nú tekur við rosalega langt jólafrí en Fram mætir KA á Akureyri 4. febrúar og FH fær Gróttu í heimsókn 3. febrúar. Guðmundur Helgi: Vorum ekki klárir í byrjun – Tek það á mig „Byrjuðum leikin mjög illa. Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur af okkar hálfu. Við náðum að koma sterkir til baka en það þarf helvíti mikla orku á móti svona reynsluliði eins og FH,“ sagði svekktur Guðmundur, þjálfari Fram, eftir 27-25 tap hans manna gegn FH í kvöld. Sóknarleikur Fram náði sér ekki á strik í kvöld sem var svekkjandi í ljósi þess að Viktor átti frábæran leik á hinum enda vallarins á milli stanga Fram. „Viktor var frábær í dag. Sárt að ná ekki í smá forskot þegar hann hreinlega lokaði markinu. Við vorum bara ekki klárir í byrjun og ég þarf að taka það á mig,“ sagði Guðmundur en nú er handboltinn kominn í jólafrí og ljóst að hans menn sem og aðrir munu gæða sér á dýrindis jólasteik á næstu dögum. „Sumir þurfa að éta meira. Sumir þurfa að éta minna. En aðalatriðið er að við séum saman og búum til góða liðsheild,“ sagði Guðmundur en Fram fer í jólafríið í fallsæti. Halldór Jóhann: Var kannski búin með níu lífin mín „Við erum með marga meidda og erum að spila á fáum mönnum þannig ég er hrikalega sáttur að fyrst og fremst vinna leikinn,“ sagði glaður Halldór eftir sigur FH á Fram. Hann segir að liðið hafi misst frumkvæðið í seinni hálfleik sem hleypti þ.a.l. Fram aftur inn í leikinn. „Við missum frumkvæðið í seinni hálfleik og því verður þetta jafn leikur aftur. Þeir komast tveimur mörkum yfir og það er sterkt að klára leikinn með fimm marka sveiflu í lokin. Tvö stig eru tvö stig,“ sagði Halldór sem fékk að líta tveggja mínútna brottvísun í kvöld þegar hann lét skapið hlaupa með sig í gönur. „Ég var ekki sammála af dómnum en maður verður kannski að fá að lifa sig inn í leikinn. Hinsvegar var ég kannski búinn með níu lífin mín og átti skilið að fá þessa brottvísun,“ sagði Halldór en FH er nú einu stigi frá toppsætinu. Einar Rafn: Menn voru komnir of snemma í jólafríið Einar Rafn átti flottan leik fyrir FH í kvöld og endaði leikinn með sex mörk. Hann tók undir með undirrituðum að liðið hafi verið kaflaskipt í kvöld. „Við spilum góða vörn í fyrri og tókum frumkvæðið í leiknum. Duttum niður á hælana í seinni hálfleik og þeir komust upp á lagið. Menn voru komnir aðeins of snemma í jólafríið,“ sagði Einar hlægjandi enda mikill léttir að vinna leikinn. Einnig segir Einar að það sé léttir að vera kominn í jólafrí en hann segir marga menn vera orðnir ansi þreyttir og eiga steikina skilið. „Nú þurfa menn að borða vel af jólasteikinni og hlaða sig upp fyrir nýja árið. Það eru margir komnir á felguna og við þiggjum glaðir þetta frí.“ Olís-deild karla
FH heimsótti Fram í Safamýrina í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Segja má að leikurinn hafi verið kaflaskiptur en FH byrjaði leikinn betur en átti þó erfitt með að finna leiðina framhjá Viktori Gísla sem stóð á milli stanganna hjá Fram. Eftir korter höfðu liðin einungis skorað samanlagt níu mörk en þá leiddi Fram með einu marki. Það endist ekki lengi er algjört hrun varð á nú þegar lélegum sóknarleik Fram en þá ákvað liðið skyndilega að kasta frá sér boltanum hvað eftir annað. FH skoraði á tveggja mínútna kafla þrjú mörk úr hraðupphaupi og fór á endanum með 13-8 forystu til hlés. FH var þ.a.l. með pálmann í höndunum er seinni hálfleikur hófst og hreinlega óhugsandi að Fram gæti komið sér aftur inn í leikinn. Nema að hið óhugsandi gerðist því Fram virtist hreinlega mæta með nýtt lið inn á í seinni hálfleikinn er þeir sömu og höfðu spilað barnalega lélegan sóknarleik hrukku skyndilega í gang og rifu sig inn í leikinn aftur. Á tíu mínútum náði liðið að koma til baka og jafna leikinn eftir að hafa byrjað seinni hálfleikinn fimm mörkum undir. Ekki nóg með það heldur um tíu mínútum síðar var Fram komið með tveggja marka forystu. Halldór var orðin æfur á hliðarlínunni er þjálfarinn horfði upp á sína menn í FH vera að kasta leiknum frá sér og hann náði á endanum að trekkja liðið í gang að nýju en FH fann taktinn aftur á síðustu tíu mínútum leiksins og snéri honum við sér í hag. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri, 25-27, FH í vil. Afhverju vann FH? Ætli það séu bara ekki meiri gæði í FH og þar með eru ástæður sigursins svo gott sem taldar. Bæði lið hefðu haft rétt á því að vera pirruð ef úrslitin voru þeim ekki hagstæð. Fram, því liðið kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og snéri honum við sér í vil. FH af því liðið gjörsamlega átti Fram frá A til Ö í fyrri hálfleik og byggði upp forystu sem hefði átt að duga þeim til enda leiks. Á endanum voru það Framarar sem fara grautfúlir í jólafrí. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram í fyrri hálfleik var hrein hörmung og það verður örugglega fullt af klippum af því lestarslysi sem fær að líta dagsins ljós í „Hætt‘essu“ hluta Seinni Bylgjunar á Stöð 2 Sport. Stuðningsmenn annara liða en Fram mega endilega stila inn á þáttinn ef þeir vilja hlægja. Framarar ættu hinsvegar að líta undan og finna sér eitthvað annað að gera. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var leikur markmannana. Þeir voru á báðum endum vallarins frábærir og áttu margar glæsilegar vörslur. Sérstaklega Viktor Gísli, markvörður Fram, sem hreinlega lokaði markinu á löngum köflum. Þegar FH hafði einungis skorað 5 mörk eftir korter í dag var það ekki útaf frábærum varnarleik Framara. Það var einungis Viktori að þakka. Hvað gerist næst? Nú tekur við rosalega langt jólafrí en Fram mætir KA á Akureyri 4. febrúar og FH fær Gróttu í heimsókn 3. febrúar. Guðmundur Helgi: Vorum ekki klárir í byrjun – Tek það á mig „Byrjuðum leikin mjög illa. Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur af okkar hálfu. Við náðum að koma sterkir til baka en það þarf helvíti mikla orku á móti svona reynsluliði eins og FH,“ sagði svekktur Guðmundur, þjálfari Fram, eftir 27-25 tap hans manna gegn FH í kvöld. Sóknarleikur Fram náði sér ekki á strik í kvöld sem var svekkjandi í ljósi þess að Viktor átti frábæran leik á hinum enda vallarins á milli stanga Fram. „Viktor var frábær í dag. Sárt að ná ekki í smá forskot þegar hann hreinlega lokaði markinu. Við vorum bara ekki klárir í byrjun og ég þarf að taka það á mig,“ sagði Guðmundur en nú er handboltinn kominn í jólafrí og ljóst að hans menn sem og aðrir munu gæða sér á dýrindis jólasteik á næstu dögum. „Sumir þurfa að éta meira. Sumir þurfa að éta minna. En aðalatriðið er að við séum saman og búum til góða liðsheild,“ sagði Guðmundur en Fram fer í jólafríið í fallsæti. Halldór Jóhann: Var kannski búin með níu lífin mín „Við erum með marga meidda og erum að spila á fáum mönnum þannig ég er hrikalega sáttur að fyrst og fremst vinna leikinn,“ sagði glaður Halldór eftir sigur FH á Fram. Hann segir að liðið hafi misst frumkvæðið í seinni hálfleik sem hleypti þ.a.l. Fram aftur inn í leikinn. „Við missum frumkvæðið í seinni hálfleik og því verður þetta jafn leikur aftur. Þeir komast tveimur mörkum yfir og það er sterkt að klára leikinn með fimm marka sveiflu í lokin. Tvö stig eru tvö stig,“ sagði Halldór sem fékk að líta tveggja mínútna brottvísun í kvöld þegar hann lét skapið hlaupa með sig í gönur. „Ég var ekki sammála af dómnum en maður verður kannski að fá að lifa sig inn í leikinn. Hinsvegar var ég kannski búinn með níu lífin mín og átti skilið að fá þessa brottvísun,“ sagði Halldór en FH er nú einu stigi frá toppsætinu. Einar Rafn: Menn voru komnir of snemma í jólafríið Einar Rafn átti flottan leik fyrir FH í kvöld og endaði leikinn með sex mörk. Hann tók undir með undirrituðum að liðið hafi verið kaflaskipt í kvöld. „Við spilum góða vörn í fyrri og tókum frumkvæðið í leiknum. Duttum niður á hælana í seinni hálfleik og þeir komust upp á lagið. Menn voru komnir aðeins of snemma í jólafríið,“ sagði Einar hlægjandi enda mikill léttir að vinna leikinn. Einnig segir Einar að það sé léttir að vera kominn í jólafrí en hann segir marga menn vera orðnir ansi þreyttir og eiga steikina skilið. „Nú þurfa menn að borða vel af jólasteikinni og hlaða sig upp fyrir nýja árið. Það eru margir komnir á felguna og við þiggjum glaðir þetta frí.“