Streita er kamelljón Hildur Eir Bolladóttir skrifar 13. desember 2018 07:00 Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar hugvekju um streitu: Streita er kamelljón, það sem við oft teljum vera streitu er ekki endilega streita og það sem við sjáum ekki sem streitu er einmitt oft versta streitan. Okkur hættir til í umræðunni að einfalda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig höfum við í gegnum tíðina tengt streitu og kulnun fyrst og síðast við of mikið vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Íslandi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt og framandi í prestsskapnum en með aukinni reynslu hafa verkin reynst manni léttari. Þess vegna segi ég það, vegna þess að ég þekki streitu eins og eflaust allir gera, að sú streita sem hefði kannski helst getað leitt mig til kulnunar er streita tengd til dæmis eigin heilsu, samskiptum innan stórfjölskyldu, hjónabandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja, ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú inn í þetta líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar hugvekju um streitu: Streita er kamelljón, það sem við oft teljum vera streitu er ekki endilega streita og það sem við sjáum ekki sem streitu er einmitt oft versta streitan. Okkur hættir til í umræðunni að einfalda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig höfum við í gegnum tíðina tengt streitu og kulnun fyrst og síðast við of mikið vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Íslandi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt og framandi í prestsskapnum en með aukinni reynslu hafa verkin reynst manni léttari. Þess vegna segi ég það, vegna þess að ég þekki streitu eins og eflaust allir gera, að sú streita sem hefði kannski helst getað leitt mig til kulnunar er streita tengd til dæmis eigin heilsu, samskiptum innan stórfjölskyldu, hjónabandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja, ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú inn í þetta líf.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar