Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:00 Karsten Dybvad. Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga peningaþvættishneykslisins sem bankinn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðnings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarformanninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í september að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsamlegar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síðasta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, forstjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank. Birtist í Fréttablaðinu Eistland Peningaþvætti norrænna banka Viðskipti Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga peningaþvættishneykslisins sem bankinn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðnings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarformanninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í september að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsamlegar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síðasta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, forstjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank.
Birtist í Fréttablaðinu Eistland Peningaþvætti norrænna banka Viðskipti Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33