Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2018 22:59 Trump var ekki sáttur þegar Pelosi (t.v.) kallaði mögulega lokun alríkisstjórnarinnar Trump-lokun. Mike Pence, varaforseti, sat þögull hjá. Vísir/ap Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. Forsetinn sagðist stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar tímabundið til að knýja á um fjármögnun múrsins en bygging hans var eitt af aðalkosningaloforðum Trumps. Rifrildið átti sér stað frammi fyrir blaðamönnum og myndatökumönnum en á upptöku má sjá Bandaríkjaforseta eiga snörp orðaskipti við Chuck Schumer leiðtoga demókrata í öldungardeild þingsins og Nancy Pelosi leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, um fjármögnun veggjarins. „Ef við fáum ekki það sem við viljum, með einum eða öðrum hætti – hvort sem það er í gegnum ykkur, í gegnum herinn, í gegnum hvað sem er, þá mun ég loka öllum stofnunum alríkisstjórnarinnar“. Schumer sagði þá að það væri óábyrgt útspil vegna ágreinings við demókrata að því er Reuters greinir frá. „Ég myndi stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar til að tryggja örugg landamæri, Chuck, vegna þess að fólkið í þessu landi vill ekki glæpamenn og fólk sem glímir við vandamál og eitulyfjafíkn rigni inn í landið,“ sagði Trump. Í kosningabaráttunni árið 2016 hét Trump því að múrinn yrði reistur og ennfremur að stjórnvöld í Mexíkó myndu fjármagna hann að fullu. Fundurinn stóð ekki yfir lengi en Sarah Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að á fundinum hefði farið fram uppbyggileg umræða og að Trump væri þakklátur fyrir að það hefði náðst á myndband þegar hann barðist fyrir því að vernda landamærin. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. Forsetinn sagðist stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar tímabundið til að knýja á um fjármögnun múrsins en bygging hans var eitt af aðalkosningaloforðum Trumps. Rifrildið átti sér stað frammi fyrir blaðamönnum og myndatökumönnum en á upptöku má sjá Bandaríkjaforseta eiga snörp orðaskipti við Chuck Schumer leiðtoga demókrata í öldungardeild þingsins og Nancy Pelosi leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, um fjármögnun veggjarins. „Ef við fáum ekki það sem við viljum, með einum eða öðrum hætti – hvort sem það er í gegnum ykkur, í gegnum herinn, í gegnum hvað sem er, þá mun ég loka öllum stofnunum alríkisstjórnarinnar“. Schumer sagði þá að það væri óábyrgt útspil vegna ágreinings við demókrata að því er Reuters greinir frá. „Ég myndi stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar til að tryggja örugg landamæri, Chuck, vegna þess að fólkið í þessu landi vill ekki glæpamenn og fólk sem glímir við vandamál og eitulyfjafíkn rigni inn í landið,“ sagði Trump. Í kosningabaráttunni árið 2016 hét Trump því að múrinn yrði reistur og ennfremur að stjórnvöld í Mexíkó myndu fjármagna hann að fullu. Fundurinn stóð ekki yfir lengi en Sarah Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að á fundinum hefði farið fram uppbyggileg umræða og að Trump væri þakklátur fyrir að það hefði náðst á myndband þegar hann barðist fyrir því að vernda landamærin.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira