Handbolti

Lokaskotið: Gott fyrir Róbert að vera í umræðunni hjá Gumma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi í gær 28 manna hóp sem kemur til greina fyrir HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport ræddu landsliðsvalið í þætti gærkvöldsins.

Landsliðsumræðan var tekin í liðnum Lokaskotið og bað Tómas Þór Þórðarson sérfræðinga sína um að segja hver væri stærsta fréttin í landsliðvalinu í þeirra augum.

„Að Róbert Hostert sé kominn inn í vinstri skyttuna,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson eftir smá umhugsunartíma.

„Gott fyrir hann að vera kominn í umræðuna hjá Gumma. Hann er búinn að standa sig og síðustu leikir verið mjög góðir hjá honum. Robbi er þannig leikmaður að hann getur skorað mörk.“

„Í landsleikjum, þegar menn lenda í vandræðum þá verða menn að hafa einhvern svona jóker. Eins og Logi Geirsson var nú hérna, kom inn og skoraði einhver mörk. Róbert er maðurinn sem þú getur sett inn á og hann skorað mörk upp úr engu.“

Sebastian Alexandersson sagði nafn Sveins Jóhannssonar hafa komið sér mest á óvart.

„Strákurinn var meiddur framan af tímabili og er ekki búinn að vera að brillera í síðustu leikjum. Ég var hissa að það dugði til þess að komast í 28 manna hóp.“



Klippa: Lokaskotið: Landsliðsumræða



Fleiri fréttir

Sjá meira


×