Lausn fyrir lélega föndrara Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. desember 2018 08:00 Keli segist ekki vera góður að föndra og segir hann að það sé vegna þess að hann er örvhentur. Hann er allavega góður að tromma. Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“ Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira
Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira