Veggjöld – gott mál? Guðmundur Edgarsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun