Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2018 12:00 Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/getty Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.Afhjúpun New York Times í gær um að Facebook hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda án samþykkis þeirra hefur enn á ný vakið umræðu vestanhafs um hvort bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að koma böndum á starfsemi Facebook eða brjóta hreinlega fyrirtækið upp. Einfaldasta leiðin til að brjóta fyrirtækið upp væri að þvinga það til að selja frá sér Whatsapp og Instagram en yfirtakan á báðum miðlum gekk tiltölulega greiðlega í gegn á sínum tíma. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Facebook hafi leyft Bing leitarvél Microsoft að sjá nöfn allra vina notenda án samþykkis og veitti Netflix og Spotify heimild til að lesa einkaskilaboð notenda. Þá hvatti Facebook Apple til að fela fyrir notendum að snjallsímar þeirra væru að safna upplýsingum um þá. Samkvæmt skilmálum sáttar sem Facebook gerði við Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna árið 2011 þurfti Facebook að styrkja persónuvernd og upplýsa með skýrum hætti hvernig persónuupplýsingar notenda væru meðhöndlaðar. Nú virðist Facebook hafa þverbrotið skilmála þessa sáttar. Þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook. Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður repúblikana fyrir Missouri, sagði á Fox News að Bandaríkjaþing myndi þurfa að setja Facebook reglur og koma böndum á fyrirtækið. Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður Demókrata yfir Oregon gagnrýndi Mark Zuckerberg fyrir að hafa ekki upplýst um þessa samninga við stórfyrirtækin við vitnaleiðslur síðasta vor. Wyden sagði að Zuckerberg hefði eytt miklu púðri í að sannfæra Bandaríkjamenn að þeir hefðu sjálfir yfirráð yfir persónuupplýsingum sínum en í annarri hverri viku kæmi fram nýtt hneyksli sem leiddi í ljós misnotkun Facebook á persónuupplýsingum notenda. Kallað var eftir því í leiðara New York Times í síðasta mánuði að Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings settu eftirlit með Facebook í algjöran forgang nú þegar þeir hefðu náð meirihluta í fulltrúadeildinni. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig best er að koma böndum á Facebook með hertum reglum. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon gerði sér mat úr þessu nýjasta hneyksli í gær og sagði að hinn sanni jólaandi væri ráðandi hjá Facebook. Fyrirtækið gæfi allar persónuupplýsingar notenda. Facebook Persónuvernd Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.Afhjúpun New York Times í gær um að Facebook hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda án samþykkis þeirra hefur enn á ný vakið umræðu vestanhafs um hvort bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að koma böndum á starfsemi Facebook eða brjóta hreinlega fyrirtækið upp. Einfaldasta leiðin til að brjóta fyrirtækið upp væri að þvinga það til að selja frá sér Whatsapp og Instagram en yfirtakan á báðum miðlum gekk tiltölulega greiðlega í gegn á sínum tíma. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Facebook hafi leyft Bing leitarvél Microsoft að sjá nöfn allra vina notenda án samþykkis og veitti Netflix og Spotify heimild til að lesa einkaskilaboð notenda. Þá hvatti Facebook Apple til að fela fyrir notendum að snjallsímar þeirra væru að safna upplýsingum um þá. Samkvæmt skilmálum sáttar sem Facebook gerði við Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna árið 2011 þurfti Facebook að styrkja persónuvernd og upplýsa með skýrum hætti hvernig persónuupplýsingar notenda væru meðhöndlaðar. Nú virðist Facebook hafa þverbrotið skilmála þessa sáttar. Þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook. Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður repúblikana fyrir Missouri, sagði á Fox News að Bandaríkjaþing myndi þurfa að setja Facebook reglur og koma böndum á fyrirtækið. Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður Demókrata yfir Oregon gagnrýndi Mark Zuckerberg fyrir að hafa ekki upplýst um þessa samninga við stórfyrirtækin við vitnaleiðslur síðasta vor. Wyden sagði að Zuckerberg hefði eytt miklu púðri í að sannfæra Bandaríkjamenn að þeir hefðu sjálfir yfirráð yfir persónuupplýsingum sínum en í annarri hverri viku kæmi fram nýtt hneyksli sem leiddi í ljós misnotkun Facebook á persónuupplýsingum notenda. Kallað var eftir því í leiðara New York Times í síðasta mánuði að Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings settu eftirlit með Facebook í algjöran forgang nú þegar þeir hefðu náð meirihluta í fulltrúadeildinni. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig best er að koma böndum á Facebook með hertum reglum. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon gerði sér mat úr þessu nýjasta hneyksli í gær og sagði að hinn sanni jólaandi væri ráðandi hjá Facebook. Fyrirtækið gæfi allar persónuupplýsingar notenda.
Facebook Persónuvernd Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09
Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45