Valitor stefnir að frekari vexti í Evrópu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Fréttablaðið/Stefán Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum kortafyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni-Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 milljóna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlutverk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum kortafyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni-Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 milljóna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlutverk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira