Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2019 16:15 Donald Trump ásamt Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu (til vinstri), Bock Long frá FEMA, Jody Jones, borgarstjóra Paradise og Jerry Brown, þáverandi og nú fyrrverandi ríkisstjóra Kaliforníu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. Í tísti sagði forsetinn að milljarðar dala af alríkisfé hefðu verið sendir til Kaliforníu vegna skógarelda, sem hefðu aldrei orðið ef rétt hefði verið haldið á spöðunum í skógarmálum Kaliforníu. Hann sagðist hafa skipað Almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að útvega Kaliforníu ekki meira fé úr neyðarsjóðum vegna skógarelda, taki forsvarsmenn Kaliforníu sig ekki saman í andlitinu. „Þetta er skammarlegt ástand í lífum og peningum,“ skrifaði forsetinn og sagðist hann telja ólíklegt að ástandið myndi skána í Kaliforníu. Upprunalega skrifaði Trump „forrest“ tvisvar sinnum en hann eyddi því tísti og birti nýtt.Billions of dollars are sent to the State of California for Forest fires that, with proper Forest Management, would never happen. Unless they get their act together, which is unlikely, I have ordered FEMA to send no more money. It is a disgraceful situation in lives & money! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 FEMA hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post vegna þess að stofnunin er ein þeirra alríkisstofnanna sem eru ekki starfræktar að fullu vegna deilunnar um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump sendir Kaliforníu tóninn vegna elda. Þá er vert að taka fram að alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur umsjón með flestum skógum Kaliforníu og verstu eldar síðasta árs voru að mestu leyti ekki skógareldar. Embættismenn í Kaliforníu hafa sakað forsetann um að láta neyðarástand snúa um stjórnmál og segja hann ekki skilja hvað felist í því að berjast gegn skógar- og kjarreldum.The federal government controls more of California’s forests than the state - and big recent wildfires there were not forest fires. There’s a lot of legit criticism of both fed and state under-maintenance (https://t.co/fOHK7ioOej), but experts say Trump is wildly misinformed. pic.twitter.com/byXc7rGA01 — Daniel Dale (@ddale8) January 9, 2019 Trump heimsótti Kaliforníu í nóvember og þá sérstaklega bæinn Paradise, sem brann nánast allur til kaldra kola. Eftir þá heimsókn hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misstu allt sitt í eldunum en í senn gagnrýndi hann Kaliforníu fyrir að sjá ekki nægilega vel um skóga ríkisins. Hann sagði jafnvel að forseti Finnlands hefði eitt sinn sagt honum að skógareldar væru fátíðir þar í landi þar sem Finnar rökuðu skógana sína. Forseti Finnlands kannaðist þó ekki við þá frásögn og Finnar gerðu óspart grín að Trump vegna ummælanna.Sjá einnig: Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skógaGavin Newsom, nýr ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt tíst Trump. Á fyrstu tveimur dögum sínum í starfi hafði hann skipað fyrir um aukin viðbúnað gegn skógar- og kjarreldum. Þá tilkynnti hann samstarf Kaliforníu, Oregon og Washington gegn eldum en þeir eru tíðir í öllum ríkjunum þremur. Ríkisstjórar ríkjanna kölluðu eftir því að ríkisstjórn Trump legði meira fé til hliðar vegna skógar- og kjarrelda en þar hefur þó nokkuð verið skorið niður á undanförnum tveimur árum.Disasters and recovery are no time for politics. I’m already taking action to modernize and manage our forests and emergency responses. The people of CA -- folks in Paradise -- should not be victims to partisan bickering. — Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 9, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. Í tísti sagði forsetinn að milljarðar dala af alríkisfé hefðu verið sendir til Kaliforníu vegna skógarelda, sem hefðu aldrei orðið ef rétt hefði verið haldið á spöðunum í skógarmálum Kaliforníu. Hann sagðist hafa skipað Almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að útvega Kaliforníu ekki meira fé úr neyðarsjóðum vegna skógarelda, taki forsvarsmenn Kaliforníu sig ekki saman í andlitinu. „Þetta er skammarlegt ástand í lífum og peningum,“ skrifaði forsetinn og sagðist hann telja ólíklegt að ástandið myndi skána í Kaliforníu. Upprunalega skrifaði Trump „forrest“ tvisvar sinnum en hann eyddi því tísti og birti nýtt.Billions of dollars are sent to the State of California for Forest fires that, with proper Forest Management, would never happen. Unless they get their act together, which is unlikely, I have ordered FEMA to send no more money. It is a disgraceful situation in lives & money! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 FEMA hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post vegna þess að stofnunin er ein þeirra alríkisstofnanna sem eru ekki starfræktar að fullu vegna deilunnar um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump sendir Kaliforníu tóninn vegna elda. Þá er vert að taka fram að alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur umsjón með flestum skógum Kaliforníu og verstu eldar síðasta árs voru að mestu leyti ekki skógareldar. Embættismenn í Kaliforníu hafa sakað forsetann um að láta neyðarástand snúa um stjórnmál og segja hann ekki skilja hvað felist í því að berjast gegn skógar- og kjarreldum.The federal government controls more of California’s forests than the state - and big recent wildfires there were not forest fires. There’s a lot of legit criticism of both fed and state under-maintenance (https://t.co/fOHK7ioOej), but experts say Trump is wildly misinformed. pic.twitter.com/byXc7rGA01 — Daniel Dale (@ddale8) January 9, 2019 Trump heimsótti Kaliforníu í nóvember og þá sérstaklega bæinn Paradise, sem brann nánast allur til kaldra kola. Eftir þá heimsókn hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misstu allt sitt í eldunum en í senn gagnrýndi hann Kaliforníu fyrir að sjá ekki nægilega vel um skóga ríkisins. Hann sagði jafnvel að forseti Finnlands hefði eitt sinn sagt honum að skógareldar væru fátíðir þar í landi þar sem Finnar rökuðu skógana sína. Forseti Finnlands kannaðist þó ekki við þá frásögn og Finnar gerðu óspart grín að Trump vegna ummælanna.Sjá einnig: Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skógaGavin Newsom, nýr ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt tíst Trump. Á fyrstu tveimur dögum sínum í starfi hafði hann skipað fyrir um aukin viðbúnað gegn skógar- og kjarreldum. Þá tilkynnti hann samstarf Kaliforníu, Oregon og Washington gegn eldum en þeir eru tíðir í öllum ríkjunum þremur. Ríkisstjórar ríkjanna kölluðu eftir því að ríkisstjórn Trump legði meira fé til hliðar vegna skógar- og kjarrelda en þar hefur þó nokkuð verið skorið niður á undanförnum tveimur árum.Disasters and recovery are no time for politics. I’m already taking action to modernize and manage our forests and emergency responses. The people of CA -- folks in Paradise -- should not be victims to partisan bickering. — Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 9, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira