Frasinn sem Íslendingar hreykja sér af úti í heimi tekinn beint úr dönsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 12:32 "Þetta reddast,“ gæti þessi fjölskyldufaðir verið að hugsa. Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt. Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt.
Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira