Krefjandi aðstæður fyrir tvíhliðaskráningu Marels Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. janúar 2019 09:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækkaði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Marels um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verðkennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á markaði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sameinast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undanförnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Landsbankinn mælir með kaupum í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækkaði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Marels um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verðkennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á markaði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sameinast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undanförnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Landsbankinn mælir með kaupum í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15
Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30