Leggja Oculis til 1,9 milljarða króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis hefur þróað augndropa sem koma í stað augnástungu við meðferð sjúkdóma í augunum. Ljósmynd/Oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma og á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans, hefur samið við fjárfesta um fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka eða sem jafngildir tæplega 1,9 milljörðum króna. Fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston en auk félagsins lögðu félagið Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Félögin Tekla Capital Management og Nan Fung Life Sciences koma ný inn í hluthafahóp Oculis og tekur Henry Skinner, framkvæmdastjóri hjá fyrrnefnda félaginu, sæti í stjórn fyrirtækisins í stað Stefáns Jökuls Sveinssonar. Fram kom í Markaðinum í janúar í fyrra að Oculis hefði samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Oculis hefur þannig aflað sér samanlagt liðlega fjögurra milljarða króna í nýtt hlutafé á um það bil einu ári. Samhliða hlutafjáraukningunni í byrjun síðasta árs var ákveðið að Oculis opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Starfsemi félagsins byggir á einkaleyfavarinni tækni sem gerir mögulegt að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans með augndropum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma og á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans, hefur samið við fjárfesta um fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka eða sem jafngildir tæplega 1,9 milljörðum króna. Fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston en auk félagsins lögðu félagið Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Félögin Tekla Capital Management og Nan Fung Life Sciences koma ný inn í hluthafahóp Oculis og tekur Henry Skinner, framkvæmdastjóri hjá fyrrnefnda félaginu, sæti í stjórn fyrirtækisins í stað Stefáns Jökuls Sveinssonar. Fram kom í Markaðinum í janúar í fyrra að Oculis hefði samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Oculis hefur þannig aflað sér samanlagt liðlega fjögurra milljarða króna í nýtt hlutafé á um það bil einu ári. Samhliða hlutafjáraukningunni í byrjun síðasta árs var ákveðið að Oculis opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Starfsemi félagsins byggir á einkaleyfavarinni tækni sem gerir mögulegt að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans með augndropum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira