Virkur ferðamáti til eflingar heilsu á nýju ári Rut Sigurjónsdóttir skrifar 8. janúar 2019 13:00 Á síðastliðnum áratugum hefur bílaeign aukist til muna bæði erlendis sem og hérlendis, slík þróun hefur haft í för með sér ýmsar neikvæðar afleiðingar, sem meðal annars snúa að umhverfi og heilsufari einstaklinga. Eitt af aðalmarkmiðum Landlæknisembættisins, er að stuðla að heilsueflandi samfélagi, sem felst í að hvetja landsmenn til þess að huga vel að líkamlegri jafnt sem andlegri heilsu, með því að stunda reglubundna hreyfingu sem hægt er samtvinna við daglegt líf. Slíkt er mikilvægur liður í forvörnum gegn hinum fjölmörgu lífstílssjúkdómum á borð við hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki og offitu, sem farið hafa hratt vaxandi á síðastliðnum árum, í hinum vestræna heimi. Til að ná fram þeim markmiðum er nauðsynlegt að einstaklingar kjósi virkan ferðamáta sem oftast, en hann felur í sér hreyfingu á borð við göngu eða hjólreiðar, sem krefst eigin orku til þess að komast á milli staða. Í könnun sem Gallup gerði haustið 2017 varðandi ferðavenjur meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, kom fram að einungis 10%, hjóla allt árið um kring. Könnunin leiddi einnig í ljós áhugaverðan mun á milli bæjarfélaga og notkun hjólreiða sem ferðamáta, Reykvíkingar reyndust hvað duglegastir en 12% þeirra nota hjólreiðar sem ferðamáta allan ársins hring. Hins vegar eru einstaklingar sem búa í bæjarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi síður líklegir til þess að nota hjólreiðar sem ferðamáta, en einungis 7% íbúa í þessara bæjarfélaga hjóla allt árið um kring. Notum nýtt ár til þess að setja heilsuna í forgang og endurskoða það sem auðveldlega væri hægt að breyta til hins bera, hvað hreyfingu varðar. Margt smátt gerir eitt stórt.Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum áratugum hefur bílaeign aukist til muna bæði erlendis sem og hérlendis, slík þróun hefur haft í för með sér ýmsar neikvæðar afleiðingar, sem meðal annars snúa að umhverfi og heilsufari einstaklinga. Eitt af aðalmarkmiðum Landlæknisembættisins, er að stuðla að heilsueflandi samfélagi, sem felst í að hvetja landsmenn til þess að huga vel að líkamlegri jafnt sem andlegri heilsu, með því að stunda reglubundna hreyfingu sem hægt er samtvinna við daglegt líf. Slíkt er mikilvægur liður í forvörnum gegn hinum fjölmörgu lífstílssjúkdómum á borð við hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki og offitu, sem farið hafa hratt vaxandi á síðastliðnum árum, í hinum vestræna heimi. Til að ná fram þeim markmiðum er nauðsynlegt að einstaklingar kjósi virkan ferðamáta sem oftast, en hann felur í sér hreyfingu á borð við göngu eða hjólreiðar, sem krefst eigin orku til þess að komast á milli staða. Í könnun sem Gallup gerði haustið 2017 varðandi ferðavenjur meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, kom fram að einungis 10%, hjóla allt árið um kring. Könnunin leiddi einnig í ljós áhugaverðan mun á milli bæjarfélaga og notkun hjólreiða sem ferðamáta, Reykvíkingar reyndust hvað duglegastir en 12% þeirra nota hjólreiðar sem ferðamáta allan ársins hring. Hins vegar eru einstaklingar sem búa í bæjarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi síður líklegir til þess að nota hjólreiðar sem ferðamáta, en einungis 7% íbúa í þessara bæjarfélaga hjóla allt árið um kring. Notum nýtt ár til þess að setja heilsuna í forgang og endurskoða það sem auðveldlega væri hægt að breyta til hins bera, hvað hreyfingu varðar. Margt smátt gerir eitt stórt.Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar