Virkur ferðamáti til eflingar heilsu á nýju ári Rut Sigurjónsdóttir skrifar 8. janúar 2019 13:00 Á síðastliðnum áratugum hefur bílaeign aukist til muna bæði erlendis sem og hérlendis, slík þróun hefur haft í för með sér ýmsar neikvæðar afleiðingar, sem meðal annars snúa að umhverfi og heilsufari einstaklinga. Eitt af aðalmarkmiðum Landlæknisembættisins, er að stuðla að heilsueflandi samfélagi, sem felst í að hvetja landsmenn til þess að huga vel að líkamlegri jafnt sem andlegri heilsu, með því að stunda reglubundna hreyfingu sem hægt er samtvinna við daglegt líf. Slíkt er mikilvægur liður í forvörnum gegn hinum fjölmörgu lífstílssjúkdómum á borð við hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki og offitu, sem farið hafa hratt vaxandi á síðastliðnum árum, í hinum vestræna heimi. Til að ná fram þeim markmiðum er nauðsynlegt að einstaklingar kjósi virkan ferðamáta sem oftast, en hann felur í sér hreyfingu á borð við göngu eða hjólreiðar, sem krefst eigin orku til þess að komast á milli staða. Í könnun sem Gallup gerði haustið 2017 varðandi ferðavenjur meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, kom fram að einungis 10%, hjóla allt árið um kring. Könnunin leiddi einnig í ljós áhugaverðan mun á milli bæjarfélaga og notkun hjólreiða sem ferðamáta, Reykvíkingar reyndust hvað duglegastir en 12% þeirra nota hjólreiðar sem ferðamáta allan ársins hring. Hins vegar eru einstaklingar sem búa í bæjarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi síður líklegir til þess að nota hjólreiðar sem ferðamáta, en einungis 7% íbúa í þessara bæjarfélaga hjóla allt árið um kring. Notum nýtt ár til þess að setja heilsuna í forgang og endurskoða það sem auðveldlega væri hægt að breyta til hins bera, hvað hreyfingu varðar. Margt smátt gerir eitt stórt.Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum áratugum hefur bílaeign aukist til muna bæði erlendis sem og hérlendis, slík þróun hefur haft í för með sér ýmsar neikvæðar afleiðingar, sem meðal annars snúa að umhverfi og heilsufari einstaklinga. Eitt af aðalmarkmiðum Landlæknisembættisins, er að stuðla að heilsueflandi samfélagi, sem felst í að hvetja landsmenn til þess að huga vel að líkamlegri jafnt sem andlegri heilsu, með því að stunda reglubundna hreyfingu sem hægt er samtvinna við daglegt líf. Slíkt er mikilvægur liður í forvörnum gegn hinum fjölmörgu lífstílssjúkdómum á borð við hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki og offitu, sem farið hafa hratt vaxandi á síðastliðnum árum, í hinum vestræna heimi. Til að ná fram þeim markmiðum er nauðsynlegt að einstaklingar kjósi virkan ferðamáta sem oftast, en hann felur í sér hreyfingu á borð við göngu eða hjólreiðar, sem krefst eigin orku til þess að komast á milli staða. Í könnun sem Gallup gerði haustið 2017 varðandi ferðavenjur meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, kom fram að einungis 10%, hjóla allt árið um kring. Könnunin leiddi einnig í ljós áhugaverðan mun á milli bæjarfélaga og notkun hjólreiða sem ferðamáta, Reykvíkingar reyndust hvað duglegastir en 12% þeirra nota hjólreiðar sem ferðamáta allan ársins hring. Hins vegar eru einstaklingar sem búa í bæjarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi síður líklegir til þess að nota hjólreiðar sem ferðamáta, en einungis 7% íbúa í þessara bæjarfélaga hjóla allt árið um kring. Notum nýtt ár til þess að setja heilsuna í forgang og endurskoða það sem auðveldlega væri hægt að breyta til hins bera, hvað hreyfingu varðar. Margt smátt gerir eitt stórt.Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar