Prófessor útskýrir hvers vegna við segjum sautjánhundruð og súrkál en Færeyingar átjánhundruð og grænkál Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 16:46 Myndin tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/Getty Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best. Færeyjar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best.
Færeyjar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira