Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2019 23:09 Trump er sagður trúa því að deilan um múrinn hjálpi sér að treysta stuðnings baklands síns. Á meðan fá hundruð þúsunda opinberra starfsmanna ekki greidd laun. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur sent leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi bréf þar sem kröfu Donalds Trump forseta um á sjötta milljarð dollara fyrir landamæramúr er haldið til streitu. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í á þriðju viku vegna deilunnar um múrinn. Rekstur stofnananna stöðvaðist þegar Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið rétt fyrir jól. Trump krefst 5,6 milljarða dollara fyrir múr á suðurlandamærunum að Mexíkó sem demókratar vilja ekki heyra á minnst. Í bréfi sem starfandi forstöðumaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi leiðtogum á þingi segir að múrinn sé „nauðsynlegur áformum“ ríkisstjórnarinnar. Þar er krafist fjármögnunar á byggingu 376 kílómetra langs hluta múrsins umdeilda, að sögn Washington Post. Trump hefur haft í hótunum vegna deilunnar, meðal annars um að hann muni halda alríkisstofnununum lokuðum í vikur eða jafnvel ár eða að hann lýsi yfir neyðarástandi til að byggja múrinn án samþykkis þingsins. Upphaflega lofaði Trump því að mexíkósk stjórnvöld kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Með bréfinu krefst Trump nú stálgirðingar frekar en steinsteypta múrsins sem hann lofaði. Í því er einnig að finna boð um 800 milljón dollara fjárveitingu til „áríðandi mannúðarþarfa“ og til aðstoðar barna sem koma að landamærunum eins síns liðs sem demókratar eru sagðir hafa lagt áherslu á. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Trump var spurður að því í dag hvort að hann gæti skilið stöðu ríkisstarfsmanna sem fá ekki greitt. „Ég tengi við það og ég er viss um að fólk sem verður fyrir því geri ráðstafanir, það gerir það alltaf,“ svaraði Trump og hélt því fram að margir opinberu starfsmannanna styddu það að hann neitaði að opna stofnanirnar aftur til að knýja á um byggingu múrsins. Ekki er ljóst hvað forsetinn telur sig hafa fyrir sér um það. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Hvíta húsið hefur sent leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi bréf þar sem kröfu Donalds Trump forseta um á sjötta milljarð dollara fyrir landamæramúr er haldið til streitu. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í á þriðju viku vegna deilunnar um múrinn. Rekstur stofnananna stöðvaðist þegar Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið rétt fyrir jól. Trump krefst 5,6 milljarða dollara fyrir múr á suðurlandamærunum að Mexíkó sem demókratar vilja ekki heyra á minnst. Í bréfi sem starfandi forstöðumaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi leiðtogum á þingi segir að múrinn sé „nauðsynlegur áformum“ ríkisstjórnarinnar. Þar er krafist fjármögnunar á byggingu 376 kílómetra langs hluta múrsins umdeilda, að sögn Washington Post. Trump hefur haft í hótunum vegna deilunnar, meðal annars um að hann muni halda alríkisstofnununum lokuðum í vikur eða jafnvel ár eða að hann lýsi yfir neyðarástandi til að byggja múrinn án samþykkis þingsins. Upphaflega lofaði Trump því að mexíkósk stjórnvöld kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Með bréfinu krefst Trump nú stálgirðingar frekar en steinsteypta múrsins sem hann lofaði. Í því er einnig að finna boð um 800 milljón dollara fjárveitingu til „áríðandi mannúðarþarfa“ og til aðstoðar barna sem koma að landamærunum eins síns liðs sem demókratar eru sagðir hafa lagt áherslu á. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Trump var spurður að því í dag hvort að hann gæti skilið stöðu ríkisstarfsmanna sem fá ekki greitt. „Ég tengi við það og ég er viss um að fólk sem verður fyrir því geri ráðstafanir, það gerir það alltaf,“ svaraði Trump og hélt því fram að margir opinberu starfsmannanna styddu það að hann neitaði að opna stofnanirnar aftur til að knýja á um byggingu múrsins. Ekki er ljóst hvað forsetinn telur sig hafa fyrir sér um það.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30