Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 20:23 Donald Trump ræðir hér við fjölmiðla fyrr í dag. Al Drago/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. Þetta staðfesti Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar hans við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins, og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Trump hafði áður lýst fundinum sem „afar árangursríkum.“ Markmið fundarins var að leysa ágreininginn og vinna að því að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar síðan á miðnætti 21. desember. „Við erum öll á sömu blaðsíðu um að vilja opna alríkisstofnanir að nýju,“ sagði Trump við fjölmiðla. Þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orð sín á fundinum um að hann væri reiðubúinn að halda ríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár, eða þar til fjárveiting til landamæramúrsins yrði samþykkt, gerði hann það. „Ég sagði það. Ég sagði það algjörlega. Ég held ekki að lokunin muni vara svo lengi, en ég er viðbúinn því.“ Chuck Schumer sagði í kjölfar fundarins við forsetann að forsetinn virtist ekki ætla að haggast í afstöðu sinni. „Við sögðum forsetanum að við yrðum að opna alríkisstofnanir. Hann streittist á móti. Rendar sagðist hann ætla að halda stofnunum lokuðum í mjög langan tíma. Mánuði eða jafnvel ár,“ sagði Schumer við fjölmiðla. Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvörp sem fjármagna rekstur þeirra alríkisstofnana sem lokunin nær til en í þeim var ekki gert ráð fyrir fjármögnun til múrsins sem Trump hefur lengi talað fyrir. Til þess að frumvörpin verði að lögum þurfa þau að fara í gegn um báðar deildir þingsins en Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, og því nokkuð ljóst að nýsamþykkt frumvörp demókrata ná ekki fram að ganga. Því sér ekki enn fyrir endann á lokuninni, sem nú hefur varað í um tvær vikur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. Þetta staðfesti Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar hans við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins, og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Trump hafði áður lýst fundinum sem „afar árangursríkum.“ Markmið fundarins var að leysa ágreininginn og vinna að því að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar síðan á miðnætti 21. desember. „Við erum öll á sömu blaðsíðu um að vilja opna alríkisstofnanir að nýju,“ sagði Trump við fjölmiðla. Þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orð sín á fundinum um að hann væri reiðubúinn að halda ríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár, eða þar til fjárveiting til landamæramúrsins yrði samþykkt, gerði hann það. „Ég sagði það. Ég sagði það algjörlega. Ég held ekki að lokunin muni vara svo lengi, en ég er viðbúinn því.“ Chuck Schumer sagði í kjölfar fundarins við forsetann að forsetinn virtist ekki ætla að haggast í afstöðu sinni. „Við sögðum forsetanum að við yrðum að opna alríkisstofnanir. Hann streittist á móti. Rendar sagðist hann ætla að halda stofnunum lokuðum í mjög langan tíma. Mánuði eða jafnvel ár,“ sagði Schumer við fjölmiðla. Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvörp sem fjármagna rekstur þeirra alríkisstofnana sem lokunin nær til en í þeim var ekki gert ráð fyrir fjármögnun til múrsins sem Trump hefur lengi talað fyrir. Til þess að frumvörpin verði að lögum þurfa þau að fara í gegn um báðar deildir þingsins en Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, og því nokkuð ljóst að nýsamþykkt frumvörp demókrata ná ekki fram að ganga. Því sér ekki enn fyrir endann á lokuninni, sem nú hefur varað í um tvær vikur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30