Ekkert banaslys á sjó tvö ár í röð er árangur á heimsmælikvarða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:00 Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Egill Helmingi færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðustu tíu ár samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Þessi árangur er á heimsmælikvarða að sögn sérfræðinga. Mannskæð sjóslys voru algeng hér á árum áður og í hverjum mánuði, stundum vikulega, mátti sjá og heyra umfjallanir um slík slys í fjölmiðlum. En á árunum 1979 til 1988 voru hundrað fjörutíu og tvö banaslys á sjó. Áratug síðar helmingi færri slík slys og á árunum 1999 til 2008 voru þau tuttugu og þrjú. Síðasta áratug voru þau aftur helmingi færri en áratuginn á undan eða ellefu talsins. Árin 2017 og 2018 hefur ekkert banaslys orðið á sjó. Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir algjöra umbyltingu hafa átt sér stað. „Þetta er frábær árangur og mig langar að nefna eitt dæmi. Það muna allir þegar það gaus í heimaey árið 1973 en færri vita að það ár fórust 34 sjómenn á Íslandsmiðum. Miðað við mannfjöldann í dag þá væri þetta eins og að 60 manns hefðu farist,“ segir Valmundur.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillÞá hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni á þessum tíma. Fyrir 40 árum þótti ekkert tiltökumál þó tugir sjómanna færust á hverju ári. „Þá var manntjónið talinn ákveðinn svona fórnarkostnaður í þessu starfi. En nú fá menn fræðslu og læra að forðast hættuna og vinna með hana í stað þess að taka áhættu þegar eitthvað alvarlegt gerist,“ segir hann. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir ekki sjálfsagt hjá fiskveiðiþjóð að ná slíkum árangri. „Eftir því sem við best vitum hefur þetta ekki gerst áður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þessi árangur er farinn að vekja athygli á alþjóðavísu. Þetta er ekki árangur sem önnur fiskveiðiþjóð í heiminum getur státað af í sama mæli þannig að við erum alveg gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Þórhildur. Sjávarútvegur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Helmingi færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðustu tíu ár samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Þessi árangur er á heimsmælikvarða að sögn sérfræðinga. Mannskæð sjóslys voru algeng hér á árum áður og í hverjum mánuði, stundum vikulega, mátti sjá og heyra umfjallanir um slík slys í fjölmiðlum. En á árunum 1979 til 1988 voru hundrað fjörutíu og tvö banaslys á sjó. Áratug síðar helmingi færri slík slys og á árunum 1999 til 2008 voru þau tuttugu og þrjú. Síðasta áratug voru þau aftur helmingi færri en áratuginn á undan eða ellefu talsins. Árin 2017 og 2018 hefur ekkert banaslys orðið á sjó. Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir algjöra umbyltingu hafa átt sér stað. „Þetta er frábær árangur og mig langar að nefna eitt dæmi. Það muna allir þegar það gaus í heimaey árið 1973 en færri vita að það ár fórust 34 sjómenn á Íslandsmiðum. Miðað við mannfjöldann í dag þá væri þetta eins og að 60 manns hefðu farist,“ segir Valmundur.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillÞá hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni á þessum tíma. Fyrir 40 árum þótti ekkert tiltökumál þó tugir sjómanna færust á hverju ári. „Þá var manntjónið talinn ákveðinn svona fórnarkostnaður í þessu starfi. En nú fá menn fræðslu og læra að forðast hættuna og vinna með hana í stað þess að taka áhættu þegar eitthvað alvarlegt gerist,“ segir hann. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir ekki sjálfsagt hjá fiskveiðiþjóð að ná slíkum árangri. „Eftir því sem við best vitum hefur þetta ekki gerst áður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þessi árangur er farinn að vekja athygli á alþjóðavísu. Þetta er ekki árangur sem önnur fiskveiðiþjóð í heiminum getur státað af í sama mæli þannig að við erum alveg gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Þórhildur.
Sjávarútvegur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira