Ekkert banaslys á sjó tvö ár í röð er árangur á heimsmælikvarða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:00 Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Egill Helmingi færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðustu tíu ár samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Þessi árangur er á heimsmælikvarða að sögn sérfræðinga. Mannskæð sjóslys voru algeng hér á árum áður og í hverjum mánuði, stundum vikulega, mátti sjá og heyra umfjallanir um slík slys í fjölmiðlum. En á árunum 1979 til 1988 voru hundrað fjörutíu og tvö banaslys á sjó. Áratug síðar helmingi færri slík slys og á árunum 1999 til 2008 voru þau tuttugu og þrjú. Síðasta áratug voru þau aftur helmingi færri en áratuginn á undan eða ellefu talsins. Árin 2017 og 2018 hefur ekkert banaslys orðið á sjó. Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir algjöra umbyltingu hafa átt sér stað. „Þetta er frábær árangur og mig langar að nefna eitt dæmi. Það muna allir þegar það gaus í heimaey árið 1973 en færri vita að það ár fórust 34 sjómenn á Íslandsmiðum. Miðað við mannfjöldann í dag þá væri þetta eins og að 60 manns hefðu farist,“ segir Valmundur.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillÞá hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni á þessum tíma. Fyrir 40 árum þótti ekkert tiltökumál þó tugir sjómanna færust á hverju ári. „Þá var manntjónið talinn ákveðinn svona fórnarkostnaður í þessu starfi. En nú fá menn fræðslu og læra að forðast hættuna og vinna með hana í stað þess að taka áhættu þegar eitthvað alvarlegt gerist,“ segir hann. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir ekki sjálfsagt hjá fiskveiðiþjóð að ná slíkum árangri. „Eftir því sem við best vitum hefur þetta ekki gerst áður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þessi árangur er farinn að vekja athygli á alþjóðavísu. Þetta er ekki árangur sem önnur fiskveiðiþjóð í heiminum getur státað af í sama mæli þannig að við erum alveg gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Þórhildur. Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Helmingi færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðustu tíu ár samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Þessi árangur er á heimsmælikvarða að sögn sérfræðinga. Mannskæð sjóslys voru algeng hér á árum áður og í hverjum mánuði, stundum vikulega, mátti sjá og heyra umfjallanir um slík slys í fjölmiðlum. En á árunum 1979 til 1988 voru hundrað fjörutíu og tvö banaslys á sjó. Áratug síðar helmingi færri slík slys og á árunum 1999 til 2008 voru þau tuttugu og þrjú. Síðasta áratug voru þau aftur helmingi færri en áratuginn á undan eða ellefu talsins. Árin 2017 og 2018 hefur ekkert banaslys orðið á sjó. Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir algjöra umbyltingu hafa átt sér stað. „Þetta er frábær árangur og mig langar að nefna eitt dæmi. Það muna allir þegar það gaus í heimaey árið 1973 en færri vita að það ár fórust 34 sjómenn á Íslandsmiðum. Miðað við mannfjöldann í dag þá væri þetta eins og að 60 manns hefðu farist,“ segir Valmundur.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillÞá hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni á þessum tíma. Fyrir 40 árum þótti ekkert tiltökumál þó tugir sjómanna færust á hverju ári. „Þá var manntjónið talinn ákveðinn svona fórnarkostnaður í þessu starfi. En nú fá menn fræðslu og læra að forðast hættuna og vinna með hana í stað þess að taka áhættu þegar eitthvað alvarlegt gerist,“ segir hann. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir ekki sjálfsagt hjá fiskveiðiþjóð að ná slíkum árangri. „Eftir því sem við best vitum hefur þetta ekki gerst áður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þessi árangur er farinn að vekja athygli á alþjóðavísu. Þetta er ekki árangur sem önnur fiskveiðiþjóð í heiminum getur státað af í sama mæli þannig að við erum alveg gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Þórhildur.
Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira