Enski boltinn

Chelsea búið að festa kaup á Pulisic

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pulisic er eitt stærsta unga nafnið í knattspyrnuheiminum í dag
Pulisic er eitt stærsta unga nafnið í knattspyrnuheiminum í dag vísir/getty
Bandaríski sóknarmaðurinn Christian Pulisic er orðinn leikmaður Chelsea en enska liðið gekk frá kaupum á honum í dag. Pulisic mun þó klára tímabilið hjá Dortmund.

Hinn tvítugi Pulisic verður á láni hjá þýska liðinu út tímabilið en kemur til liðs við Chelsea í sumar.

Pulisic hefur verið á óskalistum stórliða í nokkurn tíma en hann er yngsti leikmaðurinn sem spilað hefur með landsliði Bandaríkjanna í undankeppni HM og yngsti erlendi markaskorarinn í þýsku Bundesligunni.





Chelsea borgar 64 milljónir evra, eða 58 milljónir punda, fyrir Bandaríkjamanninn.

„Það var alltaf draumur Christian að spila í úrvalsdeildinni og því gátum við ekki framlengt samning hans,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea.

„Vegna þessa, og þar sem samningur hans var brátt á enda, ákváðum við að samþykkja mjög gott boð Chelsea,“ hélt Zorc áfram. Samningur Pulisic við Dortmund hefði runnið út sumarið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×