Lýst eftir leiðtoga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2019 07:45 Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun