Endurskipulagning Marorku gengur vel Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. janúar 2019 07:45 Darri Gunnarsson, framkvæmdastjóri Marorku Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnust á árinu 2018 að framtíðarhorfur félagsins séu jákvæðar. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017. Upplýst var í mars á liðnu ári að lykilstarfsmenn Marorku hefðu fest kaup á íslenskri starfsemi fyrirtækisins og dótturfélagi í Singapúr til að tryggja rekstrarhæfi þess. Seljandinn var þrotabú móðurfélags Marorku. Fyrirtækið var danskt og bar nafnið Marorka International A/S. Það var aftur í eigu þýska fjárfestingarsjóðsins Mayfair. Við kaupin áttu nýir eigendur eftir að semja við starfsmenn, kröfuhafa og fjárfesta um næstu skref. Við gjaldþrot móðurfélagsins lokaði Mayfair á frekari fjármögnun til Marorku á Íslandi. Fram að því hafði sjóðurinn fjármagnað rekstur fyrirtækisins með lánum og hlutafjárframlögum. Marorka tapaði 2,1 milljón evra, jafnvirði 292 milljóna króna, árið 2017 samanborið við 2,6 milljóna evra tap árið áður. Endurskoðendur félagsins benda á að skammtímaskuldir séu hærri en veltufjármunir sem nemur 4,3 milljónum evra. Tekjurnar jukust úr 2,5 milljónum evra í 3,4 milljónir. Við kaup lykilstjórnendanna voru skuldir Marorku við móðurfélagið Marorka International A/S og systurfélagið Marorka A/S afskrifaðar. „Starfsfólki var fækkað og samið var við fráfarandi starfsmenn um starfslok. Rekstur félagsins var endurskipulagður, samið var við lánardrottna um eftirgjöf hluta krafna og greiðslufresti eftirstöðva. Samið var við leigusala um fyrirvaralausa uppsögn leigusamnings samhliða gerð nýs samnings um hagstæðari húsnæðiskost,“ segir í ársreikningi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnust á árinu 2018 að framtíðarhorfur félagsins séu jákvæðar. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017. Upplýst var í mars á liðnu ári að lykilstarfsmenn Marorku hefðu fest kaup á íslenskri starfsemi fyrirtækisins og dótturfélagi í Singapúr til að tryggja rekstrarhæfi þess. Seljandinn var þrotabú móðurfélags Marorku. Fyrirtækið var danskt og bar nafnið Marorka International A/S. Það var aftur í eigu þýska fjárfestingarsjóðsins Mayfair. Við kaupin áttu nýir eigendur eftir að semja við starfsmenn, kröfuhafa og fjárfesta um næstu skref. Við gjaldþrot móðurfélagsins lokaði Mayfair á frekari fjármögnun til Marorku á Íslandi. Fram að því hafði sjóðurinn fjármagnað rekstur fyrirtækisins með lánum og hlutafjárframlögum. Marorka tapaði 2,1 milljón evra, jafnvirði 292 milljóna króna, árið 2017 samanborið við 2,6 milljóna evra tap árið áður. Endurskoðendur félagsins benda á að skammtímaskuldir séu hærri en veltufjármunir sem nemur 4,3 milljónum evra. Tekjurnar jukust úr 2,5 milljónum evra í 3,4 milljónir. Við kaup lykilstjórnendanna voru skuldir Marorku við móðurfélagið Marorka International A/S og systurfélagið Marorka A/S afskrifaðar. „Starfsfólki var fækkað og samið var við fráfarandi starfsmenn um starfslok. Rekstur félagsins var endurskipulagður, samið var við lánardrottna um eftirgjöf hluta krafna og greiðslufresti eftirstöðva. Samið var við leigusala um fyrirvaralausa uppsögn leigusamnings samhliða gerð nýs samnings um hagstæðari húsnæðiskost,“ segir í ársreikningi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira