Gamli Byr, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, segir allar tilraunir Íslandsbanka til þess að leita frekara mats á virði lánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 til þess fallnar að tefja lyktir deilu félaganna og koma í veg fyrir að Gamli Byr geti hafið útgreiðslu til kröfuhafa sinna. Skoðar Gamli Byr í því sambandi lagalega stöðu sína.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Gamli Byr skrifaði kröfuhöfum sínum í síðasta mánuði og Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu segist stjórn Gamla Byrs jafnframt vera reiðubúin til að ræða við Íslandsbanka um mögulegar sættir í málinu.
Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum komust dómkvaddir matsmenn nýverið að þeirri niðurstöðu að hátt í 1.500 lán í lánasafni Byrs hefðu verið ofmetin um ríflega 2,2 milljarða króna í bókum sparisjóðsins um mitt ár 2011. Til samanburðar hefur Íslandsbanki gert kröfu á hendur Gamla Byr sem hljóðar upp á rúma 7 milljarða króna en bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið sér fjártjóni.
Í bréfi Gamla Byrs segir að ef Íslandsbanki kjósi að leita yfirmats muni það tefja málið um að minnsta kosti nokkra mánuði. Að öðrum kosti gæti aðalmeðferð í málinu hafist á síðari hluta þessa árs.
Þá segist Gamli Byr gera nokkrar athugasemdir og fyrirvara við skýrslu matsmannanna sem sé ýmsum annmörkum háð. Íslandsbanki geti, að mati félagsins, ekki nýtt sér hana til þess að krefjast skaðabóta.
Skoðar lagalega stöðu sína
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent