Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 08:00 Ríkisendurskoðun hefur stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu. Fréttablaðið/ERNIR Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem taka mun til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. Ríkisendurskoðandi segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ráðist sé í slíka úttekt. Ekki fæst uppgefið hvert tilefni úttektarinnar er, eða staða, en Ríkisendurskoðun kannar almennt í slíkum úttektum meðferð og nýtingu almannafjár og bendir á leiðir til að úrbóta. Útvarpsstjóri telur úttektina tímabæra. „Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni fjárhagsstöðu, hagkvæmni og skilvirkni embætta umfram það sem hefðbundin fjárhagsendurskoðun leiðir í ljós,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í skriflegu en almennu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu átti Ríkisendurskoðun frumkvæði að umræddri stjórnsýsluúttek sem taka mun, sem fyrr segir, til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs. „Ráðuneytið hefur verið upplýst um fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt en er ekki beinn aðili að málinu,“ segir í svari ráðuneytisins.Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið/Anton Brink Skúli Eggert segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka athuganir eða úttektir fyrr en endurskoðun eða stjórnsýsluúttekt er lokið. Skýrslur fari fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umræðu og síðan á vef stofnunarinnar þar sem þær verða öllum aðgengilegar. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluúttektir hjá öllum þeim aðilum sem fjármagna starfsemi sína með ríkisfé, ríkið á að hálfu eða meira eða njóta framlaga úr ríkissjóði vegna þjónustu sem þeir veita. Nokkur hluti úttektanna er jafnan saminn að beiðni Alþingis, einstakra ráðuneyta eða ríkisstofnana en aðrar eru unnar að frumkvæði Ríkisendurskoðunar eins og nú er raunin með RÚV. Þegar Ríkisendurskoðun á frumkvæðið eru viðfangsefnin meðal annars valin út frá fjárhagslegu umfangi þeirra, áhættumati, svigrúmi til úrbóta og fyrri úttektum stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist fór síðasta stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu fram fyrir 24 árum, árið 1995, þá að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Þar áður var slík úttekt gerð árið 1988. Útvarpsstjóri segir eðlilegt að ráðist sé í úttektina nú. Úttektir sem þessar séu eitt af hlutverkum Ríkisendurskoðunar en engin slík hafi farið fram síðan RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Eðlilegt sé að taka stöðuna. „Þessi tímapunktur er að mörgu leyti ágætur, rúm tíu ár eru liðin frá ohf-væðingu og RÚV hefur verið rekið hallalaust frá árinu 2014,“ segir Magnús. „Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun ársreikninga RÚV en það er auðvitað hið besta mál að fá dýpri greiningu á tilteknum fjárhagslegum atriðum frá ohf-væðingu og við munum að sjálfsögðu aðstoða við verkið eins og óskað er eftir.“ Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem taka mun til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. Ríkisendurskoðandi segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ráðist sé í slíka úttekt. Ekki fæst uppgefið hvert tilefni úttektarinnar er, eða staða, en Ríkisendurskoðun kannar almennt í slíkum úttektum meðferð og nýtingu almannafjár og bendir á leiðir til að úrbóta. Útvarpsstjóri telur úttektina tímabæra. „Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni fjárhagsstöðu, hagkvæmni og skilvirkni embætta umfram það sem hefðbundin fjárhagsendurskoðun leiðir í ljós,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í skriflegu en almennu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu átti Ríkisendurskoðun frumkvæði að umræddri stjórnsýsluúttek sem taka mun, sem fyrr segir, til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs. „Ráðuneytið hefur verið upplýst um fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt en er ekki beinn aðili að málinu,“ segir í svari ráðuneytisins.Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið/Anton Brink Skúli Eggert segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka athuganir eða úttektir fyrr en endurskoðun eða stjórnsýsluúttekt er lokið. Skýrslur fari fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umræðu og síðan á vef stofnunarinnar þar sem þær verða öllum aðgengilegar. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluúttektir hjá öllum þeim aðilum sem fjármagna starfsemi sína með ríkisfé, ríkið á að hálfu eða meira eða njóta framlaga úr ríkissjóði vegna þjónustu sem þeir veita. Nokkur hluti úttektanna er jafnan saminn að beiðni Alþingis, einstakra ráðuneyta eða ríkisstofnana en aðrar eru unnar að frumkvæði Ríkisendurskoðunar eins og nú er raunin með RÚV. Þegar Ríkisendurskoðun á frumkvæðið eru viðfangsefnin meðal annars valin út frá fjárhagslegu umfangi þeirra, áhættumati, svigrúmi til úrbóta og fyrri úttektum stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist fór síðasta stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu fram fyrir 24 árum, árið 1995, þá að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Þar áður var slík úttekt gerð árið 1988. Útvarpsstjóri segir eðlilegt að ráðist sé í úttektina nú. Úttektir sem þessar séu eitt af hlutverkum Ríkisendurskoðunar en engin slík hafi farið fram síðan RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Eðlilegt sé að taka stöðuna. „Þessi tímapunktur er að mörgu leyti ágætur, rúm tíu ár eru liðin frá ohf-væðingu og RÚV hefur verið rekið hallalaust frá árinu 2014,“ segir Magnús. „Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun ársreikninga RÚV en það er auðvitað hið besta mál að fá dýpri greiningu á tilteknum fjárhagslegum atriðum frá ohf-væðingu og við munum að sjálfsögðu aðstoða við verkið eins og óskað er eftir.“
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent