Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 08:30 Eldisfyrirtæki munu þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi. Mynd/Erlendur Gíslason Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað lagafrumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kíló af geldlaxi og regnbogasilungi. Árið 2023 mun upphæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrarleyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðsluheimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á lífríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrarleyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barnsskónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssambands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lögfesta fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarpsdrögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breytinga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað lagafrumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kíló af geldlaxi og regnbogasilungi. Árið 2023 mun upphæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrarleyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðsluheimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á lífríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrarleyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barnsskónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssambands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lögfesta fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarpsdrögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breytinga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira