UEFA hefur dæmt Thomas Müller í tveggja leikja bann eftir brot hans í leik Bayern og Ajax í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir áramót.
Bayern hefur áfrýjað banninu og því er enn smá von fyrir Thomas Müller að ná að minnsta kosti öðrum leiknum á móti Liverpool.
Thomas Müller sparkaði í höfuð Ajax-leikmannsins Nicolas Tagliafico og leit brotið vægast sagt illa út fyrir þennan 29 ára gamla Þjóðverja.
Þetta var fyrsta rauða spjaldið hjá Thomas Müller á ferlinum en hann hefur aldrei verið þekktur fyrir grófan leik inn á vellinum. Hann baðst líka afsökunar á samfélagsmiðlum eftir leikinn.
Bad news, Bayern fans.
Thomas Müller will miss BOTH legs against Liverpool in the Champions League last-16. He received a two match ban for this kung-fu kick on Ajax defender Nicolas Tagliafico. pic.twitter.com/Li8VxJLHbn
— DW Sports (@dw_sports) January 11, 2019
„Ég vil biðja Nico Tagliafico afsökunar. Þetta var óviljandi. Ég óska þér góðs bata sem fyrst,“ skrifaði Thomas Müller.
Thomas Müller hefur skorað 42 mörk í 107 leikjum í Meistaradeildinni.
Leikir Liverpool og Bayern München fara fram 19. febrúar á Anfield í Liverpool og svo 13. mars á Allianz Arena í München.