Donald Trump Bandaríkjaforseti mun flytja stefnuræðu sína (e. state of the union) á þriðjudaginn í næstu viku, 5. febrúar.
Þetta varð ljóst eftir að samkomulag náðist milli forsetans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá starfsliði Pelosi.
Upphaflega stóð til að ræðan yrði flutt þann 29. janúar, en Pelosi beindi því til Trump að fresta henni vegna lokunar alríkisstofnana. Deildu þingið og Trump þar um fjármögnun alríkisstofnunar, þar sem Trump krafðist fjár til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjunum og Mexíkó.
Samkomulag náðist síðastliðinn föstudag um að alríkisstofnanirnar skyldu opnaðar að nýju. Samkvæmt samkomulaginu er stofnunum tryggð fjármögnun til næstu þriggja vikna.
Stefnuræða Trump flutt í næstu viku

Tengdar fréttir

Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili
Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið.

Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga
Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.