Schultz „ekki með kjarkinn“ til að bjóða sig fram að mati Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2019 18:23 Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af mögulegu forsetaframboði Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Forsetinn segir forstjórann fyrrverandi ekki hafa kjark til þess að bjóða sig fram til forseta. Shultz tilkynnti í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Eins og búast má við af Trump lét hann skoðun sína á mögulegu framboði Schultz í ljós á Twitter fyrr í dag „Howard Schultz hefur ekki „kjarkinn“ í það að bjóða sig fram til forseta. Horfði á hann í 60 mínútum í gær og ég er sammála honum um að hann sé ekki „gáfaðasti einstaklingurinn.“ Skiptir ekki máli, Bandaríkin eru hvort sem er með það! Ég vona bara að Starbucks sé enn þá að greiða mér leiguna fyrir Trump Tower!“ tísti Trump og vitnaði þar í útibú Starbucks í byggingu hans í New York borg. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag.Howard Schultz doesn’t have the “guts” to run for President! Watched him on @60Minutes last night and I agree with him that he is not the “smartest person.” Besides, America already has that! I only hope that Starbucks is still paying me their rent in Trump Tower! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af mögulegu forsetaframboði Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Forsetinn segir forstjórann fyrrverandi ekki hafa kjark til þess að bjóða sig fram til forseta. Shultz tilkynnti í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Eins og búast má við af Trump lét hann skoðun sína á mögulegu framboði Schultz í ljós á Twitter fyrr í dag „Howard Schultz hefur ekki „kjarkinn“ í það að bjóða sig fram til forseta. Horfði á hann í 60 mínútum í gær og ég er sammála honum um að hann sé ekki „gáfaðasti einstaklingurinn.“ Skiptir ekki máli, Bandaríkin eru hvort sem er með það! Ég vona bara að Starbucks sé enn þá að greiða mér leiguna fyrir Trump Tower!“ tísti Trump og vitnaði þar í útibú Starbucks í byggingu hans í New York borg. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag.Howard Schultz doesn’t have the “guts” to run for President! Watched him on @60Minutes last night and I agree with him that he is not the “smartest person.” Besides, America already has that! I only hope that Starbucks is still paying me their rent in Trump Tower! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19