Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Sveinn Arnarsson skrifar 26. janúar 2019 07:00 Frosti er fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Mér finnst bara forgangsröðunin röng. Það er ekki kominn tími til að fara að leggja í sjóð erlendis. Ég skil það að mönnum gengur gott til en þetta er ekki góð ráðstöfun að mínu mati,“ segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, um frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð. Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. Hann segir að það sé mikilvægara að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem séu 600 milljarðar auk þess sem lífeyrisskuldbindingar nemi um 620 milljörðum. „Þessar skuldir bera allar vexti sem skattgreiðendur þurfa að bera.“ Nú þegar eigi ríkið hreinan gjaldeyrisvaraforða upp á 670 milljarða en markmiðið sé að framtíðarstærð þjóðarsjóðsins verði 250-300 milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu er markmið sjóðsins að treysta stöðu ríkissjóðs til að geta mætt ófyrirséðum áföllum. „Ég spyr mig að því hvort við séum búin að gera allt annað sem þarf að vera til taks. Við höfum ekki fjárfest í þeim öryggis- og viðlagabúnaði sem þarf í landi þar sem náttúruhamfarir eru tíðar.“ Í því samhengi nefnir hann nauðsyn þess að koma upp varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll og uppbyggingu raforku- og heilbrigðiskerfisins. „Svo er óþarfi að setja sérstaka stjórn yfir svona sjóð. Seðlabankinn er að varsla 700 milljarða sjóði og er með allan búnað og þekkingu til þess. Að mínu mati eru fjárfestingarheimildir sjóðsins samkvæmt frumvarpinu líka mjög glannalegar.“ Vísar Frosti í ákvæði um hámarksávöxtun og heimild til að taka áhættu með afleiðuviðskiptum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
„Mér finnst bara forgangsröðunin röng. Það er ekki kominn tími til að fara að leggja í sjóð erlendis. Ég skil það að mönnum gengur gott til en þetta er ekki góð ráðstöfun að mínu mati,“ segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, um frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð. Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. Hann segir að það sé mikilvægara að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem séu 600 milljarðar auk þess sem lífeyrisskuldbindingar nemi um 620 milljörðum. „Þessar skuldir bera allar vexti sem skattgreiðendur þurfa að bera.“ Nú þegar eigi ríkið hreinan gjaldeyrisvaraforða upp á 670 milljarða en markmiðið sé að framtíðarstærð þjóðarsjóðsins verði 250-300 milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu er markmið sjóðsins að treysta stöðu ríkissjóðs til að geta mætt ófyrirséðum áföllum. „Ég spyr mig að því hvort við séum búin að gera allt annað sem þarf að vera til taks. Við höfum ekki fjárfest í þeim öryggis- og viðlagabúnaði sem þarf í landi þar sem náttúruhamfarir eru tíðar.“ Í því samhengi nefnir hann nauðsyn þess að koma upp varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll og uppbyggingu raforku- og heilbrigðiskerfisins. „Svo er óþarfi að setja sérstaka stjórn yfir svona sjóð. Seðlabankinn er að varsla 700 milljarða sjóði og er með allan búnað og þekkingu til þess. Að mínu mati eru fjárfestingarheimildir sjóðsins samkvæmt frumvarpinu líka mjög glannalegar.“ Vísar Frosti í ákvæði um hámarksávöxtun og heimild til að taka áhættu með afleiðuviðskiptum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira