Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 18:54 Trump hefur fram að þessu neitað að samþykkja frumvörp frá þinginu um fjármögnun ríkisstofnana nema hann fái fé fyrir landamæramúr. Vísir/AP Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og Donald Trump forseti hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að opna alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í rúman mánuð tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun landamæramúrs Trump verði haldið áfram. Trump flutti yfirlýsingu um lokun alríkisstofnana við Hvíta húsið nú í kvöld. Hægt er að horfa á það á vefsíðu Washington Post hér. Þar staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir frumvarp um að rekstur alríkisstofnana yrði fjármagnaður í þrjár vikur, til 15. febrúar. Hann hefði beðið Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að taka frumvarpið til atkvæða strax. Lofaði hann ríkisstarfsmönnum að greiða þeim laun aftur í tímann eins fljótt og hægt er og lofaði þá fyrir tryggð andspænis erfiðleikum. Sagðist Trump hafa fallist á málamiðlunina jafnvel þó að hann hefði öflugan valkost sem hann sagðist vonandi ekki þurfa að nota. Virtist hann þar vísa til heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærunum sem forsetinn hefur ítrekað hótað að gera síðustu vikur. Málamiðlunin gæti þó orðið skammgóður vermir því Trump sagði nauðsynlegt að reisa múrinn. Samþykki þingið ekki fjárveitingu til múrsins fyrir 15. febrúar verði alríkisstofnunum annað hvort lokað aftur eða hann muni lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum og hefja framkvæmdir án samþykkis þess. President Trump says the deal would reopen the government for three weeks, and he will make sure federal workers get back pay "very quickly or soon as possible" https://t.co/Geux68grqc pic.twitter.com/jjQClzUX6x— CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Röskun á flugi sögð hafa haft áhrif á afstöðu forsetansNew York Times segir að í samkomulaginu felist að fjármagn fyrir alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember verði tryggt í þrjár vikur. Á þeim tíma fari viðræður fram um múrinn sem Trump vill reisa á suðurlandamærunum og hefur gert að skilyrði fyrir að samþykkja fjárveitingar til fjórðungs alríkisstofnanna. Engin fjárveiting til múrsins er í frumvarpinu. Þingið gæti því fljótt samþykkt útgjaldafrumvörp til að opna ríkisstofnanirnar aftur. Þá verður hægt að greiða um 800.000 ríkisstarfsmönnum laun sem hafa setið heima eða unnið launalaust í 35 daga. Tvö frumvörp sem lögð voru fram voru fram til að opna ríkisstofnanirnar voru felld í öldungadeildinni í gær. Frumvarp repúblikana sem fól í sér fjárveitinguna til landamæramúrsins sem Trump hefur krafist fékk færri atkvæði en frumvarp demókrata þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur hans sé með meirihluta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir benda til þess að bandarískur almenningur kenni Trump og repúblikönum mun frekar um lokunina en demókrötum, þrátt fyrir tilraunir Trump til að kenna þeim um. Lokunin nú er sú lengsta af þessu tagi. Í dag bárust svo fréttir af því að raskanir hefðu orðið á farþegaflugi í norðaustanverðu landinu vegna lokunarinnar. Fjöldi flugumferðastjóra sem hefur unnið launalaust síðasta mánuðinn hringdi sig þá inn veikan frekar en að mæta til vinnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að flugraskanirnar hafi haft töluvert að segja um ákvörðun Trump um að láta undan tímabundið. Í yfirlýsingu sinni endurtók Trump fjölda misvísandi fullyrðinga um landamærin sem hann hefur áður haldið fram, þar á meðal að demókratar hefðu áður verið fylgjandi landamæramúr. Þá sagði hann ekki þörf á steinsteyptum múr yfir öll landamærin og hann hefði aldrei farið fram á slíkan múr. Múrinn yrði ekki miðaldamúr heldur gegnsær og úr stáli, útbúinn skynjurum og drónum. Fullyrti forsetinn enn og aftur að múrar virkuðu og vísaði til fordæmis Ísraelsmanna sem hafa girt Palestínumenn af inni á Vesturbakkanum. Sagðist hann telja að hægt væri að draga verulega úr glæpum og magni fíkniefna í umferð í Bandaríkjunum með því að reisa múr. Nauðsynlegt væri að reisa múr. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og Donald Trump forseti hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að opna alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í rúman mánuð tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun landamæramúrs Trump verði haldið áfram. Trump flutti yfirlýsingu um lokun alríkisstofnana við Hvíta húsið nú í kvöld. Hægt er að horfa á það á vefsíðu Washington Post hér. Þar staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir frumvarp um að rekstur alríkisstofnana yrði fjármagnaður í þrjár vikur, til 15. febrúar. Hann hefði beðið Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að taka frumvarpið til atkvæða strax. Lofaði hann ríkisstarfsmönnum að greiða þeim laun aftur í tímann eins fljótt og hægt er og lofaði þá fyrir tryggð andspænis erfiðleikum. Sagðist Trump hafa fallist á málamiðlunina jafnvel þó að hann hefði öflugan valkost sem hann sagðist vonandi ekki þurfa að nota. Virtist hann þar vísa til heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærunum sem forsetinn hefur ítrekað hótað að gera síðustu vikur. Málamiðlunin gæti þó orðið skammgóður vermir því Trump sagði nauðsynlegt að reisa múrinn. Samþykki þingið ekki fjárveitingu til múrsins fyrir 15. febrúar verði alríkisstofnunum annað hvort lokað aftur eða hann muni lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum og hefja framkvæmdir án samþykkis þess. President Trump says the deal would reopen the government for three weeks, and he will make sure federal workers get back pay "very quickly or soon as possible" https://t.co/Geux68grqc pic.twitter.com/jjQClzUX6x— CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Röskun á flugi sögð hafa haft áhrif á afstöðu forsetansNew York Times segir að í samkomulaginu felist að fjármagn fyrir alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember verði tryggt í þrjár vikur. Á þeim tíma fari viðræður fram um múrinn sem Trump vill reisa á suðurlandamærunum og hefur gert að skilyrði fyrir að samþykkja fjárveitingar til fjórðungs alríkisstofnanna. Engin fjárveiting til múrsins er í frumvarpinu. Þingið gæti því fljótt samþykkt útgjaldafrumvörp til að opna ríkisstofnanirnar aftur. Þá verður hægt að greiða um 800.000 ríkisstarfsmönnum laun sem hafa setið heima eða unnið launalaust í 35 daga. Tvö frumvörp sem lögð voru fram voru fram til að opna ríkisstofnanirnar voru felld í öldungadeildinni í gær. Frumvarp repúblikana sem fól í sér fjárveitinguna til landamæramúrsins sem Trump hefur krafist fékk færri atkvæði en frumvarp demókrata þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur hans sé með meirihluta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir benda til þess að bandarískur almenningur kenni Trump og repúblikönum mun frekar um lokunina en demókrötum, þrátt fyrir tilraunir Trump til að kenna þeim um. Lokunin nú er sú lengsta af þessu tagi. Í dag bárust svo fréttir af því að raskanir hefðu orðið á farþegaflugi í norðaustanverðu landinu vegna lokunarinnar. Fjöldi flugumferðastjóra sem hefur unnið launalaust síðasta mánuðinn hringdi sig þá inn veikan frekar en að mæta til vinnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að flugraskanirnar hafi haft töluvert að segja um ákvörðun Trump um að láta undan tímabundið. Í yfirlýsingu sinni endurtók Trump fjölda misvísandi fullyrðinga um landamærin sem hann hefur áður haldið fram, þar á meðal að demókratar hefðu áður verið fylgjandi landamæramúr. Þá sagði hann ekki þörf á steinsteyptum múr yfir öll landamærin og hann hefði aldrei farið fram á slíkan múr. Múrinn yrði ekki miðaldamúr heldur gegnsær og úr stáli, útbúinn skynjurum og drónum. Fullyrti forsetinn enn og aftur að múrar virkuðu og vísaði til fordæmis Ísraelsmanna sem hafa girt Palestínumenn af inni á Vesturbakkanum. Sagðist hann telja að hægt væri að draga verulega úr glæpum og magni fíkniefna í umferð í Bandaríkjunum með því að reisa múr. Nauðsynlegt væri að reisa múr.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira