Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. janúar 2019 19:15 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana, í öldungadeild Bandaríkjaþings. EPA/Jim Lo Scalzo Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um tvö frumvörp sem gætu bundið enda á lokun alríkisstofnana þar í landi. Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í 33 daga og um 800 þúsund alríkisstarfsmenn hafa ekki mætt til vinnu í rúman mánuð og þéna engin laun á meðan. Lokunina má rekja til deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun landamæramúrs Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Leiðtogar flokkanna tveggja hafa lagt fram hvor sitt frumvarpið til að freista þess að binda enda á lokunina. Afar ólíklegt er að þau fari í gegn um þingið líkt og Vísir greindi frá í vikunni. Frumvarp Repúblikana felur í sér 5,7 milljarða dollara fjármögnun landamæramúrsins í skiptum fyrir þriggja ára vernd fyrir um 700 þúsund börn ólöglegra innflytjenda, svokallaðan DACA-hóp, og rúmlega 300 þúsund ólöglega innflytjendur sem eru í Bandaríkjunum af ýmsum ástæðum, til dæmis af mannúðarástæðum. Frumvarp Demókrata felur í sér fjármögnun alríkisstofnana til 8. febrúar til að skapa svigrúm til að geta samið við forsetann um fjármögnun landamæragæslunnar án þess að það bitni á starfsfólki ríkisins og þjónustu þess. Repúblíkanar eru með 53 atkvæði í öldungadeildinni og Demókratar 47 en 60 atkvæði þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Þá hefur lokun alríkisstofnana einnig haft áhrif á fyrirhugaða stefnuræðu forsetans. Stefnuræðan átti samkvæmt dagskrá að fara fram þriðjudaginn 29. janúar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur ákveðið að leggja ekki fram ályktun í þinginu sem heimilar forsetanum að flytja stefnuræðuna þar til alríkisstofnanir hafa verið fjármagnaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við tíðindunum en féllst í gærkvöldi á það að fresta ræðunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um tvö frumvörp sem gætu bundið enda á lokun alríkisstofnana þar í landi. Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í 33 daga og um 800 þúsund alríkisstarfsmenn hafa ekki mætt til vinnu í rúman mánuð og þéna engin laun á meðan. Lokunina má rekja til deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun landamæramúrs Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Leiðtogar flokkanna tveggja hafa lagt fram hvor sitt frumvarpið til að freista þess að binda enda á lokunina. Afar ólíklegt er að þau fari í gegn um þingið líkt og Vísir greindi frá í vikunni. Frumvarp Repúblikana felur í sér 5,7 milljarða dollara fjármögnun landamæramúrsins í skiptum fyrir þriggja ára vernd fyrir um 700 þúsund börn ólöglegra innflytjenda, svokallaðan DACA-hóp, og rúmlega 300 þúsund ólöglega innflytjendur sem eru í Bandaríkjunum af ýmsum ástæðum, til dæmis af mannúðarástæðum. Frumvarp Demókrata felur í sér fjármögnun alríkisstofnana til 8. febrúar til að skapa svigrúm til að geta samið við forsetann um fjármögnun landamæragæslunnar án þess að það bitni á starfsfólki ríkisins og þjónustu þess. Repúblíkanar eru með 53 atkvæði í öldungadeildinni og Demókratar 47 en 60 atkvæði þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Þá hefur lokun alríkisstofnana einnig haft áhrif á fyrirhugaða stefnuræðu forsetans. Stefnuræðan átti samkvæmt dagskrá að fara fram þriðjudaginn 29. janúar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur ákveðið að leggja ekki fram ályktun í þinginu sem heimilar forsetanum að flytja stefnuræðuna þar til alríkisstofnanir hafa verið fjármagnaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við tíðindunum en féllst í gærkvöldi á það að fresta ræðunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49