Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2019 23:15 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera farinn að undirbúa jarðveginn fyrir það að lýsa yfir neyðarástandi svo hann geti tryggt sér fjármagn til þess að byggja hinn umdeilda múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Einn helsti bandamaður Trump á þingi segir að múrinn muni rísa, á einn eða annan máta.Trump hafði áður hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að tryggja sér þá tæpu sex milljarða dollara sem hann telur að þurfi til þess að reisa múrinn á landamærunum. Var sú hótun sett fram er hin 35 daga lokun alríkisstofnana stóð yfir vegna deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun þeirra, en Demókratar þvertaka fyrir að veita fjármagn til byggingu múrsins.Sjá einnig: Trump heldur sig á hliðarlínunni við góðar undirtektir þingmannaAð lokum samþykkti Trump málamiðlum sem fól í sér að fjármagna skyldi stofnanirnar til þriggja vikna og í millitíðinni væri hægt að semja um byggingu múrsins. Þær samningaviðræður hafa þó ekki gengið vel og greinir Guardian frá því að Trump hafi fundað með sínum helstu ráðgjöfum til þess að undirbúa jarðveginn fyrir það að hann lýsi yfir neyðarástandi.Það myndi gera honum kleift að sækja fjármagn sem þingið hefur úthlutað í önnur verkefni og færa það yfir í byggingu múrsins. Slík aðgerð yrði þó afar umdeild enda almennt litið svo á að ekki skuli nota löggjöfina sem heimilar forseta að lýsa yfir neyðarástandi nema á stríðstímum eða vegna hryðjuverkaárasa, svo dæmi séu tekin. Lindsey Graham fyrir utan Hvíta húsið í gær.AP/Pablo Martinez MonsivaisEfasemdir innan raða Repúblikana Talið er víst að Demókratar myndu berjast hatrammlega gegn slíkri aðgerð af hálfu forsetans og þá eru uppi efasemdir innan raða Repúblikanaflokksins um fýsileika þess að Trump lýsi yfir neyðarástandi. Það gæti sett hættulegt fordæmi og gert það að verkum að framtíðarforsetar úr röðum Demókrata geti nýtt sér slíkt fordæmi til þess að lýsa yfir neyðarástandi til þess að koma stefnumálum þeirra í framkvæmd.Sjá einnig: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Lindsay Graham, þingmaður og einn helsti bandamaður Trump á þingi, gefur þó lítið fyrir þá gagnrýni og hvatti samflokksmenn sína til þess að styðja Trump. Í vikunni tísti hann um að ef ekki næðist samkomulag á þingi væri Trump nauðbeygður til þess að lýsa yfir neyðarástandi til þess að byggja múrinn.If White House and Congress fail to reach a deal then President @realDonaldTrump must act through emergency powers to build wall/barrier. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) January 28, 2019 Þá var Graham mættur á sjónvarpsstöðina Fox News í gær þar sem hann ræddi við Sean Hannity um möguleikann á því að Trump lýsi yfir neyðarástandi. „Fyrir alla þá sem eru að velta því fyrir sér hvernig þessi kvikmynd endar. Hún endar Trump-megin. Við erum að fara að byggja þennan vegg á einn eða annan máta,“ sagði Graham og bætti við því að það væri ekkert sem bannaði Trump að lýsa yfir neyðarástandi.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þingmenn úr röðum Demókrata og Repúblikana hafa um tvær vikur til að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna áður en að hið tímabundna samkomulag rennur út og þær loka að nýju. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Trump heldur sig á hliðarlínunni við góðar undirtektir þingmanna Repúblikanar vilja forðast aðra lokun alríkisstofnanna. 31. janúar 2019 13:07 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera farinn að undirbúa jarðveginn fyrir það að lýsa yfir neyðarástandi svo hann geti tryggt sér fjármagn til þess að byggja hinn umdeilda múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Einn helsti bandamaður Trump á þingi segir að múrinn muni rísa, á einn eða annan máta.Trump hafði áður hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að tryggja sér þá tæpu sex milljarða dollara sem hann telur að þurfi til þess að reisa múrinn á landamærunum. Var sú hótun sett fram er hin 35 daga lokun alríkisstofnana stóð yfir vegna deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun þeirra, en Demókratar þvertaka fyrir að veita fjármagn til byggingu múrsins.Sjá einnig: Trump heldur sig á hliðarlínunni við góðar undirtektir þingmannaAð lokum samþykkti Trump málamiðlum sem fól í sér að fjármagna skyldi stofnanirnar til þriggja vikna og í millitíðinni væri hægt að semja um byggingu múrsins. Þær samningaviðræður hafa þó ekki gengið vel og greinir Guardian frá því að Trump hafi fundað með sínum helstu ráðgjöfum til þess að undirbúa jarðveginn fyrir það að hann lýsi yfir neyðarástandi.Það myndi gera honum kleift að sækja fjármagn sem þingið hefur úthlutað í önnur verkefni og færa það yfir í byggingu múrsins. Slík aðgerð yrði þó afar umdeild enda almennt litið svo á að ekki skuli nota löggjöfina sem heimilar forseta að lýsa yfir neyðarástandi nema á stríðstímum eða vegna hryðjuverkaárasa, svo dæmi séu tekin. Lindsey Graham fyrir utan Hvíta húsið í gær.AP/Pablo Martinez MonsivaisEfasemdir innan raða Repúblikana Talið er víst að Demókratar myndu berjast hatrammlega gegn slíkri aðgerð af hálfu forsetans og þá eru uppi efasemdir innan raða Repúblikanaflokksins um fýsileika þess að Trump lýsi yfir neyðarástandi. Það gæti sett hættulegt fordæmi og gert það að verkum að framtíðarforsetar úr röðum Demókrata geti nýtt sér slíkt fordæmi til þess að lýsa yfir neyðarástandi til þess að koma stefnumálum þeirra í framkvæmd.Sjá einnig: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Lindsay Graham, þingmaður og einn helsti bandamaður Trump á þingi, gefur þó lítið fyrir þá gagnrýni og hvatti samflokksmenn sína til þess að styðja Trump. Í vikunni tísti hann um að ef ekki næðist samkomulag á þingi væri Trump nauðbeygður til þess að lýsa yfir neyðarástandi til þess að byggja múrinn.If White House and Congress fail to reach a deal then President @realDonaldTrump must act through emergency powers to build wall/barrier. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) January 28, 2019 Þá var Graham mættur á sjónvarpsstöðina Fox News í gær þar sem hann ræddi við Sean Hannity um möguleikann á því að Trump lýsi yfir neyðarástandi. „Fyrir alla þá sem eru að velta því fyrir sér hvernig þessi kvikmynd endar. Hún endar Trump-megin. Við erum að fara að byggja þennan vegg á einn eða annan máta,“ sagði Graham og bætti við því að það væri ekkert sem bannaði Trump að lýsa yfir neyðarástandi.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þingmenn úr röðum Demókrata og Repúblikana hafa um tvær vikur til að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna áður en að hið tímabundna samkomulag rennur út og þær loka að nýju.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Trump heldur sig á hliðarlínunni við góðar undirtektir þingmanna Repúblikanar vilja forðast aðra lokun alríkisstofnanna. 31. janúar 2019 13:07 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00
Trump heldur sig á hliðarlínunni við góðar undirtektir þingmanna Repúblikanar vilja forðast aðra lokun alríkisstofnanna. 31. janúar 2019 13:07