Þráir að komast heim á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2019 09:45 Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalns fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Einkasafn Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalans fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Tryggvi hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli síðastliðin 11 ár, þar sem hann hefur notið þjónustu og haldið heimili. Hann þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum í lok árs 2017 en hefur ekki átti afturkvæmt heim til sín vegna andmæla starfsfólks Kirkjuhvols og hefur því búið á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi í rúmt ár.Tilbúinn til útskriftar í tæpt ár Samkvæmt læknum Tryggva hefur hann verið tilbúinn til útskriftar frá því 27. mars 2018. Ekki hefur fundist lausn á húsnæðismálum Tryggva en hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hefur ekki tekist að undirbúa heimkomu hans á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að aðgerðaráætlun var sett þar í framkvæmd til að undirbúa heimkomu hans. Tíminn sem Tryggvi er búinn að vera „gísl“ á Lungnadeildinni, eins og stuðningsfólk hans lítur á málið, er orðinn lengri en allur tíminn sem hann var á gjörgæslu og Grensás eftir sviplegt slys á hestbaki þar sem Tryggvi lamaðist frá hálsi. Nú hefur stuðningshópur Tryggva sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva og leysa þar með það brýna mál að búa Tryggva Ingólfssyni heimili heima í héraði þar sem þolmörk Tryggva og fjölskyldu hans eru komin á endastöð. Það er mat stuðningshópsins að sveitastjórn og ráðuneyti sé búið að þverbrjóta á réttindum Tryggva, en hann hefur verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni.Anton Kári, sveitarstjóri Rangáþings eystra sem vill ekki tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols á Hvolsvelli.„Því miður get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra heimilismanna, hvorki núverandi né fyrrverandi“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra þegar hann var beðin um að tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols. „Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segir Svandís Þórhallsdóttir, sem er ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftarlistanum.Undirskriftarlistinn þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis um að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15 Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59 Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalans fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Tryggvi hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli síðastliðin 11 ár, þar sem hann hefur notið þjónustu og haldið heimili. Hann þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum í lok árs 2017 en hefur ekki átti afturkvæmt heim til sín vegna andmæla starfsfólks Kirkjuhvols og hefur því búið á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi í rúmt ár.Tilbúinn til útskriftar í tæpt ár Samkvæmt læknum Tryggva hefur hann verið tilbúinn til útskriftar frá því 27. mars 2018. Ekki hefur fundist lausn á húsnæðismálum Tryggva en hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hefur ekki tekist að undirbúa heimkomu hans á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að aðgerðaráætlun var sett þar í framkvæmd til að undirbúa heimkomu hans. Tíminn sem Tryggvi er búinn að vera „gísl“ á Lungnadeildinni, eins og stuðningsfólk hans lítur á málið, er orðinn lengri en allur tíminn sem hann var á gjörgæslu og Grensás eftir sviplegt slys á hestbaki þar sem Tryggvi lamaðist frá hálsi. Nú hefur stuðningshópur Tryggva sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva og leysa þar með það brýna mál að búa Tryggva Ingólfssyni heimili heima í héraði þar sem þolmörk Tryggva og fjölskyldu hans eru komin á endastöð. Það er mat stuðningshópsins að sveitastjórn og ráðuneyti sé búið að þverbrjóta á réttindum Tryggva, en hann hefur verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni.Anton Kári, sveitarstjóri Rangáþings eystra sem vill ekki tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols á Hvolsvelli.„Því miður get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra heimilismanna, hvorki núverandi né fyrrverandi“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra þegar hann var beðin um að tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols. „Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segir Svandís Þórhallsdóttir, sem er ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftarlistanum.Undirskriftarlistinn þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis um að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva.
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15 Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59 Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15
Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59
Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59