Plástralækning Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun