Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:45 Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi. Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í vikunni. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi er undrandi yfir að samningviðræður við eigendur á svæðinu séu nefndar sem ástæður frestunar. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. „Ég held að það hafi bara allir sem ég þekki til verið óskaplega spenntir og hamingjusamir með framkvæmdina. Árið 2017 fórum ég og eiginmaður minn á fund Jónasar Snæbjörnssonar Vegamálastjóra sem kynnti okkur aðgerðirnar og við biðum bara mjög spennt. Svo fórum við á opinn fund í Fólvangi og mér heyrðist íbúar fagna framkvæmdunum. Við eigum þó nokkuð land hér á Kjalarnesinu og við sitjum þá undir þessu en það er ekki satt, við viljum endilega fá veginn og Sundabrautina sem allra fyrst,“ segir Hjördís. Hjördís segir mikilvægt að fá meiri upplýsingar í málinu. „Ef það eru einhverjir landeigendur hér sem stöðva þessar framkvæmdir tel ég mikilvægt að fá upplýsingar um hverjir það eru því þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hélt þeir hefði ekki rétt á að stoppa svona,“ segir hún. Hjördís hefur búið á Kjalarnesi í 50 ár og segir umferðina hafa margfaldast á síðustu árum. „Hann er mjög hættulegur enda hafa verið mörg og dapurleg slys á veginum,“ segir Hjördís að lokum. Á síðasta ári urðu tvö banaslys á veginum um Kjalarnes og í morgun fagnaði Sigríður Thorlacius söngkona því á Bylgjunni að hafa komist lífs af úr alvarlegu bílsslysi á veginum fyrir þremur árum. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15 Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í vikunni. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi er undrandi yfir að samningviðræður við eigendur á svæðinu séu nefndar sem ástæður frestunar. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. „Ég held að það hafi bara allir sem ég þekki til verið óskaplega spenntir og hamingjusamir með framkvæmdina. Árið 2017 fórum ég og eiginmaður minn á fund Jónasar Snæbjörnssonar Vegamálastjóra sem kynnti okkur aðgerðirnar og við biðum bara mjög spennt. Svo fórum við á opinn fund í Fólvangi og mér heyrðist íbúar fagna framkvæmdunum. Við eigum þó nokkuð land hér á Kjalarnesinu og við sitjum þá undir þessu en það er ekki satt, við viljum endilega fá veginn og Sundabrautina sem allra fyrst,“ segir Hjördís. Hjördís segir mikilvægt að fá meiri upplýsingar í málinu. „Ef það eru einhverjir landeigendur hér sem stöðva þessar framkvæmdir tel ég mikilvægt að fá upplýsingar um hverjir það eru því þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hélt þeir hefði ekki rétt á að stoppa svona,“ segir hún. Hjördís hefur búið á Kjalarnesi í 50 ár og segir umferðina hafa margfaldast á síðustu árum. „Hann er mjög hættulegur enda hafa verið mörg og dapurleg slys á veginum,“ segir Hjördís að lokum. Á síðasta ári urðu tvö banaslys á veginum um Kjalarnes og í morgun fagnaði Sigríður Thorlacius söngkona því á Bylgjunni að hafa komist lífs af úr alvarlegu bílsslysi á veginum fyrir þremur árum.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15 Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15
Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46